Útskrifaði sig sjálfur með svæsna kálbögglaeitrun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 18:16 Guðjón Friðriksson fékk staðfestingu á alvarlegu ástandi á bráðamóttökunni, þökk sé kalbögglum frá 1944. samsett Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur. „Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01