Niceair aflýsir öllu Bretlandsflugi í júní Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2022 12:27 Niceair, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Foto: Vísir/Tryggvi/Vísir/Tryggvi Norðlenska flugfélagið Niceair mun aflýsa fyrirhuguðum ferðum félagsins frá Akureyri til Bretlands í júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair. Hið nýstofnaða félag hefur lent í nokkrum vandvæðum með Bretlandsflug félagsins. Fyrsta ferð félagsins til London var farin síðasta föstudag. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Félagið hefur flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife án vandkvæða. Niceair notast við flugvélar frá flugfélaginu HiFly sem skráð er á Möltu. Segir í tilkynningu að bresk yfirvöld vilji meina að HiFly hafi ekki heimild til flugs til og frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.Vísir/Tryggvi [Þ]eir eru samt sem áður á lista yfir viðurkennda flugrekendur af breskum stjórnvöldum. Að auki var gerð krafa um að Niceair, íslenskt fyrirtæki, hefði breskt ferðaskrifstofuleyfi til sölu pakkaferða (flug, gisting, bílaleigubílar), sem er ekki starfsemi sem Niceair er í. Hvergi var minnst á þessi atriði í 3ja mánaða umsóknarferli um lendingarheimildir og stæði á flugvöllum í Bretlandi, segir í tilkynningunni. Samningar að skarast á „Eftir því sem næst verður komist felst vandinn m.a. í því að Ísland er með tvíhliða samning við Bretland um flugþjónustu og Bretland er með sams konar samning við Evrópusambandið. Þessir tveir samningar skarast í Bretlandi. Vandamálið byrjar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrekanda með heimilisfesti í Evrópusambandinu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ segir í tilkynningu félagsins. Niceair hóf sig til lofts í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Þar segir enn fremur að svo virðist sem að bresk yfirvöld hafi áhyggjur af neytendavernd. Eftir Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, viðurkenna Bretar ekki lengur sjálfkrafa evrópska neytendalöggjöf. Ólíklegt að lausn finnist fyrir helgi Segir í tilkynningunni að unnið hafi verið að því að finna lausn. Ólíklegt sé þó talið að slík lausn finnist fyrir helgi. „Við höfum unnið sleitulaust að lausnum og lagt mikið af útfærslum á borð breskra yfirvalda. Við gerð tillagna höfum við notið öflugs liðsinnis Samgöngustofu,Utanríkisráðuneytis og breska sendiráðsins, en allt komið fyrir ekki. Framundan er helgi í Bretlandi og það að heyra á Bretum að ólíklegt sé að sú lausn sem er á borðinu verði samþykkt í tæka tíð vegna skorts á tíma og mannafla,“ segir í tilkynningunni. Viðræður muni halda áfram og vonast er til að farsæl lausn finnist innan skamms. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er komin á. Öllum farþegum verður boðin endurgreiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að komast á áfangastað erlendis eða heim aftur, að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Tengdar fréttir Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair. Hið nýstofnaða félag hefur lent í nokkrum vandvæðum með Bretlandsflug félagsins. Fyrsta ferð félagsins til London var farin síðasta föstudag. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Félagið hefur flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife án vandkvæða. Niceair notast við flugvélar frá flugfélaginu HiFly sem skráð er á Möltu. Segir í tilkynningu að bresk yfirvöld vilji meina að HiFly hafi ekki heimild til flugs til og frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.Vísir/Tryggvi [Þ]eir eru samt sem áður á lista yfir viðurkennda flugrekendur af breskum stjórnvöldum. Að auki var gerð krafa um að Niceair, íslenskt fyrirtæki, hefði breskt ferðaskrifstofuleyfi til sölu pakkaferða (flug, gisting, bílaleigubílar), sem er ekki starfsemi sem Niceair er í. Hvergi var minnst á þessi atriði í 3ja mánaða umsóknarferli um lendingarheimildir og stæði á flugvöllum í Bretlandi, segir í tilkynningunni. Samningar að skarast á „Eftir því sem næst verður komist felst vandinn m.a. í því að Ísland er með tvíhliða samning við Bretland um flugþjónustu og Bretland er með sams konar samning við Evrópusambandið. Þessir tveir samningar skarast í Bretlandi. Vandamálið byrjar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrekanda með heimilisfesti í Evrópusambandinu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ segir í tilkynningu félagsins. Niceair hóf sig til lofts í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Þar segir enn fremur að svo virðist sem að bresk yfirvöld hafi áhyggjur af neytendavernd. Eftir Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, viðurkenna Bretar ekki lengur sjálfkrafa evrópska neytendalöggjöf. Ólíklegt að lausn finnist fyrir helgi Segir í tilkynningunni að unnið hafi verið að því að finna lausn. Ólíklegt sé þó talið að slík lausn finnist fyrir helgi. „Við höfum unnið sleitulaust að lausnum og lagt mikið af útfærslum á borð breskra yfirvalda. Við gerð tillagna höfum við notið öflugs liðsinnis Samgöngustofu,Utanríkisráðuneytis og breska sendiráðsins, en allt komið fyrir ekki. Framundan er helgi í Bretlandi og það að heyra á Bretum að ólíklegt sé að sú lausn sem er á borðinu verði samþykkt í tæka tíð vegna skorts á tíma og mannafla,“ segir í tilkynningunni. Viðræður muni halda áfram og vonast er til að farsæl lausn finnist innan skamms. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er komin á. Öllum farþegum verður boðin endurgreiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að komast á áfangastað erlendis eða heim aftur, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Tengdar fréttir Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31
Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00