Heimildamynd um afmælistónleika FM95BLÖ kemur út í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:00 Stemmningin á tónleikunum þann 13.maí var mögnuð enda Laugardalshöllin troðfull. Vísir Strákarnir í FM95BLÖ héldu stórtónleika þann 13.maí í Laugardalshöllinni þar sem þeir fögnuðu 10 ára afmæli útvarpsþáttanna. Nú er á leiðinni heimildamynd um tónleikana. Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“ FM95BLÖ FM957 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“
FM95BLÖ FM957 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira