Leigubílstjórar eru ekki börn Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júní 2022 13:01 Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Leigubílar Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun