Leigubílstjórar eru ekki börn Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júní 2022 13:01 Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Leigubílar Alþingi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun