Kolbeinn Þórðarson: Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili Sverrir Mar Smárason skrifar 11. júní 2022 21:47 Kolbeinn fagnar marki með liðsfélögum sínum í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður íslenska u21 landsliðsins, var að vonum gríðarlega glaður í leikslok þegar liðið tryggði sér í umspil fyrir lokamót EM2023. „Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira