Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 23:50 Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte eftir að þau greiddu atkvæði í dag. Ludovic Marin/AP Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann. Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann.
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira