Hamilton kveðst klár í slaginn þrátt fyrir bakmeiðsli Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 13:31 Meiðslin stöðva Hamilton ekki frá þátttöku í Kanada um helgina. Clive Rose/Getty Images Lewis Hamilton, ökuþór á Mercedes í Formúlu 1, segir að bakmeiðsli sem háðu honum í kappakstrinum í Aserbaídsjan um helgina muni ekki koma í veg fyrir þátttöku hans í Kanada næstu helgi. Hamilton varð fjórði í mark í Bakú um helgina en aðeins félagi hans á Mercedes, George Russell, og Sergio Pérez og Max Verstappen, báðir á Red Bull, voru á undan honum í mark. Bakmeiðsli voru að stríða Hamilton á meðan kappakstrinum stóð og eftir hann. Hann þurfti meðal annars hjálp við að stíga upp úr bíl sínum að keppni lokinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, viðurkenndi að mikið hoss á Mercedes-bílnum hefði þessa hliðarverkun í för með sér. Mercedes hóf tímabilið afleitlega, þar sem téð hoss á bílnum olli vandræðum, en hafa bætt árangurinn undanfarnar vikur. Hamilton þurfti aðstoð upp úr bílnum um helgina og hélt töluvert um bakið.Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images „Gærdagurinn var erfiður og ég átti í einhverjum vandræðum með að sofa en vaknaði jákvæður í morgun. Bakið er aumt og marið en það ekkert sem betur fer ekki alvarlegt. Ég hef sinnt nálustungum og sjúkraþjálfun með Ang [sjúkraþjálfari hans Angela Cullen] og er á leið að hitta liðið til að vinna að frekari bætingu. Við þurfum að berjast áfram,“ er á meðal þess sem Hamilton sagði í sögu (e. story) sinni Instagram þar sem hann staðfesti jafnframt að hann yrði á meðal keppenda í næsta kappakstri sem fer fram í Kanada um helgina. Hamilton rétt missti af heimsmeistaratitlinum í hendur Max Verstappen í lokakeppni síðasta tímabils. Hann er langt frá því að keppa um titilinn í ár en hann er sjötti í keppni ökuþóra með 62 stig, heilum 37 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell sem er fjórði með 99 stig. Heimsmeistarinn Verstappen leiðir keppni ökuþóra með 150 stig eftir sigur sinn um helgina en liðsfélagi hans Pérez er með 129 stig. Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton varð fjórði í mark í Bakú um helgina en aðeins félagi hans á Mercedes, George Russell, og Sergio Pérez og Max Verstappen, báðir á Red Bull, voru á undan honum í mark. Bakmeiðsli voru að stríða Hamilton á meðan kappakstrinum stóð og eftir hann. Hann þurfti meðal annars hjálp við að stíga upp úr bíl sínum að keppni lokinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, viðurkenndi að mikið hoss á Mercedes-bílnum hefði þessa hliðarverkun í för með sér. Mercedes hóf tímabilið afleitlega, þar sem téð hoss á bílnum olli vandræðum, en hafa bætt árangurinn undanfarnar vikur. Hamilton þurfti aðstoð upp úr bílnum um helgina og hélt töluvert um bakið.Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images „Gærdagurinn var erfiður og ég átti í einhverjum vandræðum með að sofa en vaknaði jákvæður í morgun. Bakið er aumt og marið en það ekkert sem betur fer ekki alvarlegt. Ég hef sinnt nálustungum og sjúkraþjálfun með Ang [sjúkraþjálfari hans Angela Cullen] og er á leið að hitta liðið til að vinna að frekari bætingu. Við þurfum að berjast áfram,“ er á meðal þess sem Hamilton sagði í sögu (e. story) sinni Instagram þar sem hann staðfesti jafnframt að hann yrði á meðal keppenda í næsta kappakstri sem fer fram í Kanada um helgina. Hamilton rétt missti af heimsmeistaratitlinum í hendur Max Verstappen í lokakeppni síðasta tímabils. Hann er langt frá því að keppa um titilinn í ár en hann er sjötti í keppni ökuþóra með 62 stig, heilum 37 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell sem er fjórði með 99 stig. Heimsmeistarinn Verstappen leiðir keppni ökuþóra með 150 stig eftir sigur sinn um helgina en liðsfélagi hans Pérez er með 129 stig.
Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira