Mannúðlegra að fá hlaðna byssu frá ríkinu en fátæktarfjötra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2022 19:46 Steinunn á sextán þúsund krónur eftir af mánaðarlegum tekjum sínum þegar hún hefur greitt alla reikninga. Vísir Kona á fimmtugsaldri sem notar hjólastól eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir tveimur áratugum missti húsnæðisbætur um áramótin og lifir nú á sextán þúsund krónum á mánuði. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ábyrgðina liggja hjá sveitarfélaginu. Steinunn Ingibjörg Jakobsdóttir fékk heilablóðfall árið 2004, þá 27 ára gömul. Steinunn lamaðist eftir heilablóðfallið, notar nú hjólastól og er með heilabilun. Eftir að Steinunn lauk þriggja ára endurhæfingu á Landspítala sóttist hún eftir að fá húsnæði hjá Mosfellsbæ en börnin hennar voru þar í grunnskóla og Steinunn búið þar öll sín fullorðinsár. Fréttablaðið fjallaði um mál Steinunnar um helgina. Hún kom að lokuðum dyrum, en bærinn átti ekki til félagslegt húsnæði fyrir hana. „Bæjarstjórinn þáverandi, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stakk upp á því við mömmu og pabba að þau myndu aðstoða mig að kaupa íbúð og Mosó myndi greiða mér 50 þúsund krónur í húsaleigubætur til að aðstoða mig að greiða af húsnæðislánunum,“ segir Steinunn. „Ég hef aldrei leyft mér neitt“ Svo fór að móðir hennar keypti fyrir hana íbúð og í stað þess að greiða leigu hefur Steinunn greitt af húsnæðislánunum af íbúðinni undanfarin fimmtán ár. „Börnin mín eru bæði flutt að heiman og ég hér ein eftir, er sjálfstæð og sé um mig sjálf, er ekki með heimahjúkrun eða neitt og búin að halda íbúðinni í skilum í gegn um bankahrun og allt. Bara af því ég hef aldrei leyft mér neitt,“ segir Steinunn. Til að byrja með fékk Steinunn fimmtíu þúsund króna húsnæðisstyrk frá Mosfellsbæ en svo færðust húsnæðisbæturnar að hluta til yfir til Vinnumálastofnunar. „Þeir gera kröfu um þinglýstan húsaleigusamning, sem ég er ekki með, en ég hef það í gegn hjá vinnumálastofnun að fá húsaleigubætur frá þeim en svo tekur HMS við að greiða þann hluta sem Vinnumálastofnun gerði.“ Mosfellsbær fylgdi í fótspor HMS Steinunn segir sama stapp og vesen hafa tekið við þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók við bótagreiðslunum. Hún fékk það í gegn að fá greiddar húsaleigubætur frá HMS en nú um áramótin hættu allar slíkar greiðslur að berast. Stofnunin segir Steinunni ekki eiga rétt á bótum þar sem hún er ekki með þinglýstan leigusamning, sem hún er ekki með af því að móðir hennar,eigandi íbúðarinnar, er líka öryrki og lífeyrir hennar myndi skerðast við þinglýsinguna. „Um áramót hætti HMS að borga mér bætur og þegar Mosó sá að HMS væri hætt þá hættu þeir líka,“ segir Steinunn og veltir fyrir sér hvað réttlæti skerðingu á þeim bótum sem hún hafði fengið samþykktar. „HMS segir bara að þau skilji ekki hvers vegna ég fékk þessar bætur upphaflega og í rauninni engin skýr svör. Og Mosó skýlir sér bara á bak við HMS. Ég er búin að stinga upp á því við bæinn að þeir myndu breyta þessu og kalla þetta bara stuðning til sjálfstæðrar búsetu en ég er auðvitað búin að spara ríkinu stórfé með því að vera ekki inni á stofnun. Af hverju er þá ekki hægt að fá smá stuðning til að geta búið þar sem manni líður vel?“ Segist ekkert eiga Steinunn segist ekki geta leyft sér neinn munað þar sem hún lifi á tæpum tuttugu þúsund krónum eftir að hún er búin að borga alla reikninga. „Ég lifi í raun ekki á neinu því þegar ég er búin að borga mína reikninga þá á ég sextán þúsund krónur eftir. Ég tek mikið af lyfjum, sem eru ekki ódýr, borga mína sjúkraþjálfun, Ferðaþjónustu fatlaðra og allt saman. Þannig að ég á ekki neitt,“ segir Steinunn. „Það hefði verið mannúðlegra ef ríkið hefði sent mér hlaðna byssu daginn eftir að ég vaknaði úr tveggja vikna dái, í staðin fyrir að láta mig ganga í gegn um allt sem ég hef gengið í gegn um og kippa svo undan mér fótunum einu sinni enn.“ Margir þættir innan kerfisins valdi bágri stöðu öryrkja Formaður Öryrkjabandalagsins segir mál Steinunnar ekki einsdæmi. „Við vitum að það er talsvert af foreldrum sem hafa aðstoðað börnin sín, sem eru þá fötluð eða öryrkjar, til þess að kaupa íbúðir og væntanlega eru þá margir í svipaðri stöðu og þetta. Ég geri bara fastlega ráð fyrir því,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hún telur ekki eitthvað eitt verða til þess að fólk lendi í þessari stöðu, kerfið bregðist víða. „Það eru samverkandi þættir, bæði ríkið og sveitarfélög sem þarna eru í raun búin að koma upp kerfi sem er bara þessi ómöguleiki í. Við sjáum það að örorkulífeyrir er orðinn svo lágur að ef fólk fær ekki húsaleigubætur þá á það ekki til að borða. Þannig að þarna er hluti af þessu að örorkulífeyririnn er allt of lágur, svo eru allar skerðingar sem eru innbyggðar í kerfinu svo miklar,“ segir Þuríður. „Við höfum horft til þess að nýtt almannatryggingakerfi, með heildarendurskoðun á því, að þá þarf að líta til þessara þátta. Skerðingar og allt of lágur örorkulífeyrir, þetta er það sem við erum búin að vera að benda á í mörg ár, það veldur þessari stöðu.“ Skorar á nýjan meirihluta að aðstoða Steinunni Þuríður segir greinilegt að Mosfellsbær hafi ekki átt til félagslegar íbúðir, fyrir þá sem á þeim þurftu að halda, í einhvern tíma. „Ég held að sveitarfélagið verði að axla ábyrgð og ég skora á nýjan meirihluta að koma þarna til og aðstoða þessa konu, því það getur ekki verið vilji þeirra að hún sé bókstaflega á götunni,“ segir Þuríður. Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að sveitarfélög hafi úr nægu framboði af félagslegu húsnæði að spila og sérstaklega í dag er þetta að verða nauðsynlegra og nauðsynlegra, á þeim húsnæðismarkaði sem við búum við í dag. Þar að auki er það auðvitað skylda sveitarfélaga að hýsa íbúa sína, sem eru í þessari stöðu. Þetta er verkefni sem þarf að leysa og vonandi leysist þetta á farsælan hátt því þetta kerfi, sem fólk býr við í dag, þeim er búin mjög erfið staða,“ segir Þuríður. „Öryrkjar mega ekki eiga neitt, búa við fátækt og eiga á hættu að missa húsnæðið ef þau hafa ekki húsaleigubætur. Það er algjör ómöguleiki í þessu kerfi.“ Hræðilegt að þurfa að velja milli matar og húsnæðis Hún segir sveitarfélagið bera ábyrgð í málinu. „Á sínum tíma leggur sveitarfélagið til þessa leið við þessa konu og fjölskyldu hennar, að móðirin eða foreldrarnir kaupi íbúð, sem hún leigir svo af þeim og sveitarfélagið borgar svo fimmtíu þúsund krónur í húsaleigubætur á móti. Þetta var leiðin sem sveitarfélagið lagði upp með af því að það var ekki með neitt félagslegt húsnæði og kom sér þar líka undan því að kaupa félagslegt húsnæði handa þessari konu. Það stendur auðvitað upp á sveitarfélagið að finna leið til að lagfæra stöðu þessarar konu,“ segir Þuríður. „Hún er núna, af þeirra sökum, í þeirri stöðu sem hún er í í dag. Að eiga ekki fyrir leigunni ef hún ætlar að eiga fyrir mat. Þá er hún búin að missa húsnæðið sitt. Þetta þarf að laga og sveitarfélagið þarf að koma að því.“ Málefni fatlaðs fólks Mosfellsbær Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Steinunn Ingibjörg Jakobsdóttir fékk heilablóðfall árið 2004, þá 27 ára gömul. Steinunn lamaðist eftir heilablóðfallið, notar nú hjólastól og er með heilabilun. Eftir að Steinunn lauk þriggja ára endurhæfingu á Landspítala sóttist hún eftir að fá húsnæði hjá Mosfellsbæ en börnin hennar voru þar í grunnskóla og Steinunn búið þar öll sín fullorðinsár. Fréttablaðið fjallaði um mál Steinunnar um helgina. Hún kom að lokuðum dyrum, en bærinn átti ekki til félagslegt húsnæði fyrir hana. „Bæjarstjórinn þáverandi, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stakk upp á því við mömmu og pabba að þau myndu aðstoða mig að kaupa íbúð og Mosó myndi greiða mér 50 þúsund krónur í húsaleigubætur til að aðstoða mig að greiða af húsnæðislánunum,“ segir Steinunn. „Ég hef aldrei leyft mér neitt“ Svo fór að móðir hennar keypti fyrir hana íbúð og í stað þess að greiða leigu hefur Steinunn greitt af húsnæðislánunum af íbúðinni undanfarin fimmtán ár. „Börnin mín eru bæði flutt að heiman og ég hér ein eftir, er sjálfstæð og sé um mig sjálf, er ekki með heimahjúkrun eða neitt og búin að halda íbúðinni í skilum í gegn um bankahrun og allt. Bara af því ég hef aldrei leyft mér neitt,“ segir Steinunn. Til að byrja með fékk Steinunn fimmtíu þúsund króna húsnæðisstyrk frá Mosfellsbæ en svo færðust húsnæðisbæturnar að hluta til yfir til Vinnumálastofnunar. „Þeir gera kröfu um þinglýstan húsaleigusamning, sem ég er ekki með, en ég hef það í gegn hjá vinnumálastofnun að fá húsaleigubætur frá þeim en svo tekur HMS við að greiða þann hluta sem Vinnumálastofnun gerði.“ Mosfellsbær fylgdi í fótspor HMS Steinunn segir sama stapp og vesen hafa tekið við þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók við bótagreiðslunum. Hún fékk það í gegn að fá greiddar húsaleigubætur frá HMS en nú um áramótin hættu allar slíkar greiðslur að berast. Stofnunin segir Steinunni ekki eiga rétt á bótum þar sem hún er ekki með þinglýstan leigusamning, sem hún er ekki með af því að móðir hennar,eigandi íbúðarinnar, er líka öryrki og lífeyrir hennar myndi skerðast við þinglýsinguna. „Um áramót hætti HMS að borga mér bætur og þegar Mosó sá að HMS væri hætt þá hættu þeir líka,“ segir Steinunn og veltir fyrir sér hvað réttlæti skerðingu á þeim bótum sem hún hafði fengið samþykktar. „HMS segir bara að þau skilji ekki hvers vegna ég fékk þessar bætur upphaflega og í rauninni engin skýr svör. Og Mosó skýlir sér bara á bak við HMS. Ég er búin að stinga upp á því við bæinn að þeir myndu breyta þessu og kalla þetta bara stuðning til sjálfstæðrar búsetu en ég er auðvitað búin að spara ríkinu stórfé með því að vera ekki inni á stofnun. Af hverju er þá ekki hægt að fá smá stuðning til að geta búið þar sem manni líður vel?“ Segist ekkert eiga Steinunn segist ekki geta leyft sér neinn munað þar sem hún lifi á tæpum tuttugu þúsund krónum eftir að hún er búin að borga alla reikninga. „Ég lifi í raun ekki á neinu því þegar ég er búin að borga mína reikninga þá á ég sextán þúsund krónur eftir. Ég tek mikið af lyfjum, sem eru ekki ódýr, borga mína sjúkraþjálfun, Ferðaþjónustu fatlaðra og allt saman. Þannig að ég á ekki neitt,“ segir Steinunn. „Það hefði verið mannúðlegra ef ríkið hefði sent mér hlaðna byssu daginn eftir að ég vaknaði úr tveggja vikna dái, í staðin fyrir að láta mig ganga í gegn um allt sem ég hef gengið í gegn um og kippa svo undan mér fótunum einu sinni enn.“ Margir þættir innan kerfisins valdi bágri stöðu öryrkja Formaður Öryrkjabandalagsins segir mál Steinunnar ekki einsdæmi. „Við vitum að það er talsvert af foreldrum sem hafa aðstoðað börnin sín, sem eru þá fötluð eða öryrkjar, til þess að kaupa íbúðir og væntanlega eru þá margir í svipaðri stöðu og þetta. Ég geri bara fastlega ráð fyrir því,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hún telur ekki eitthvað eitt verða til þess að fólk lendi í þessari stöðu, kerfið bregðist víða. „Það eru samverkandi þættir, bæði ríkið og sveitarfélög sem þarna eru í raun búin að koma upp kerfi sem er bara þessi ómöguleiki í. Við sjáum það að örorkulífeyrir er orðinn svo lágur að ef fólk fær ekki húsaleigubætur þá á það ekki til að borða. Þannig að þarna er hluti af þessu að örorkulífeyririnn er allt of lágur, svo eru allar skerðingar sem eru innbyggðar í kerfinu svo miklar,“ segir Þuríður. „Við höfum horft til þess að nýtt almannatryggingakerfi, með heildarendurskoðun á því, að þá þarf að líta til þessara þátta. Skerðingar og allt of lágur örorkulífeyrir, þetta er það sem við erum búin að vera að benda á í mörg ár, það veldur þessari stöðu.“ Skorar á nýjan meirihluta að aðstoða Steinunni Þuríður segir greinilegt að Mosfellsbær hafi ekki átt til félagslegar íbúðir, fyrir þá sem á þeim þurftu að halda, í einhvern tíma. „Ég held að sveitarfélagið verði að axla ábyrgð og ég skora á nýjan meirihluta að koma þarna til og aðstoða þessa konu, því það getur ekki verið vilji þeirra að hún sé bókstaflega á götunni,“ segir Þuríður. Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að sveitarfélög hafi úr nægu framboði af félagslegu húsnæði að spila og sérstaklega í dag er þetta að verða nauðsynlegra og nauðsynlegra, á þeim húsnæðismarkaði sem við búum við í dag. Þar að auki er það auðvitað skylda sveitarfélaga að hýsa íbúa sína, sem eru í þessari stöðu. Þetta er verkefni sem þarf að leysa og vonandi leysist þetta á farsælan hátt því þetta kerfi, sem fólk býr við í dag, þeim er búin mjög erfið staða,“ segir Þuríður. „Öryrkjar mega ekki eiga neitt, búa við fátækt og eiga á hættu að missa húsnæðið ef þau hafa ekki húsaleigubætur. Það er algjör ómöguleiki í þessu kerfi.“ Hræðilegt að þurfa að velja milli matar og húsnæðis Hún segir sveitarfélagið bera ábyrgð í málinu. „Á sínum tíma leggur sveitarfélagið til þessa leið við þessa konu og fjölskyldu hennar, að móðirin eða foreldrarnir kaupi íbúð, sem hún leigir svo af þeim og sveitarfélagið borgar svo fimmtíu þúsund krónur í húsaleigubætur á móti. Þetta var leiðin sem sveitarfélagið lagði upp með af því að það var ekki með neitt félagslegt húsnæði og kom sér þar líka undan því að kaupa félagslegt húsnæði handa þessari konu. Það stendur auðvitað upp á sveitarfélagið að finna leið til að lagfæra stöðu þessarar konu,“ segir Þuríður. „Hún er núna, af þeirra sökum, í þeirri stöðu sem hún er í í dag. Að eiga ekki fyrir leigunni ef hún ætlar að eiga fyrir mat. Þá er hún búin að missa húsnæðið sitt. Þetta þarf að laga og sveitarfélagið þarf að koma að því.“
Málefni fatlaðs fólks Mosfellsbær Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira