Bolsonaro fetar slóðir Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 13:58 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Marcio Jose Sanchez Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. Brasilískir herforingjar hafa að undanförnu sjálfir lýst yfir áhyggjum varðandi heilindi kosninga þar, þrátt fyrir litlar vísbendingar um kosningasvindl eða svik í Brasilíu, samkvæmt frétt New York Times. NYT segir að leiðtogar hersins hafi bent kjörstjórnum á galla sem þeir sjái á kosningakerfi Brasilíu og að þeir hafi fengið sæti í gagnsæisnefnd sem stofnuð hafi verið vegna þeirra áhyggja sem Bolsonaro hafi vakið. Forsetinn þykir vera að feta slóðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur ítrkað logið því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Bolsonaro hefur reyndar lengi verið kallaður hinn brasilíski Trump. Vill að herinn telji líka atkvæði Bolsonaro sjálfur, sem er fyrrverandi yfirmaður í hernum og hefur skipað fjölmarga herforingja í ríkisstjórn sína, hefur jafnvel stungið upp á því að herinn eigi að framkvæma eigin atkvæðatalningu. Hann hefur einnig sagt að hann muni mögulega ekki viðurkenna tap í kosningunum. „Ný tegund þjófa hefur litið dagsins ljós sem vilja stela frelsi okkar,“ sagði hann fyrr í mánuðinum. „Ef það verður nauðsynlegt munum við fara í stríð.“ NYT segir tvo herforingja í ríkisstjórn Bolsonaros hafa um árabil reynt að hjálpa honum við að finna vísbendingar um kosningasvik en án árangurs. Lula leiðir í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, hefur að undanförnu leitt í könnunum í Brasilíu. Könnun sem opinberuð var í síðustu viku sýndi fram á meira fylgi Lula. Lula mælist með 46 prósent fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54 prósent gegn 32 prósent Bolsonaro. Biden varaði Bolsonaro við Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Bolsonaro á fundi ráðamanna Ameríkuríkja í Los Angeles í síðustu viku. Þar mun Biden hafa varað Bolsonaro við og sagt honum að virða hið lýðræðislega ferli. Bolsonar mun hafa svarað á þá leið að hann myndi að endingu láta af völdum á lýðræðislegan máta, hann vildi þó tryggja heilindi kosninganna í október. Brasilía Tengdar fréttir Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið. 6. maí 2022 14:58 Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019. 11. nóvember 2021 07:56 Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 1. nóvember 2021 06:51 Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. 27. október 2021 07:38 Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Brasilískir herforingjar hafa að undanförnu sjálfir lýst yfir áhyggjum varðandi heilindi kosninga þar, þrátt fyrir litlar vísbendingar um kosningasvindl eða svik í Brasilíu, samkvæmt frétt New York Times. NYT segir að leiðtogar hersins hafi bent kjörstjórnum á galla sem þeir sjái á kosningakerfi Brasilíu og að þeir hafi fengið sæti í gagnsæisnefnd sem stofnuð hafi verið vegna þeirra áhyggja sem Bolsonaro hafi vakið. Forsetinn þykir vera að feta slóðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur ítrkað logið því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Bolsonaro hefur reyndar lengi verið kallaður hinn brasilíski Trump. Vill að herinn telji líka atkvæði Bolsonaro sjálfur, sem er fyrrverandi yfirmaður í hernum og hefur skipað fjölmarga herforingja í ríkisstjórn sína, hefur jafnvel stungið upp á því að herinn eigi að framkvæma eigin atkvæðatalningu. Hann hefur einnig sagt að hann muni mögulega ekki viðurkenna tap í kosningunum. „Ný tegund þjófa hefur litið dagsins ljós sem vilja stela frelsi okkar,“ sagði hann fyrr í mánuðinum. „Ef það verður nauðsynlegt munum við fara í stríð.“ NYT segir tvo herforingja í ríkisstjórn Bolsonaros hafa um árabil reynt að hjálpa honum við að finna vísbendingar um kosningasvik en án árangurs. Lula leiðir í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, hefur að undanförnu leitt í könnunum í Brasilíu. Könnun sem opinberuð var í síðustu viku sýndi fram á meira fylgi Lula. Lula mælist með 46 prósent fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54 prósent gegn 32 prósent Bolsonaro. Biden varaði Bolsonaro við Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Bolsonaro á fundi ráðamanna Ameríkuríkja í Los Angeles í síðustu viku. Þar mun Biden hafa varað Bolsonaro við og sagt honum að virða hið lýðræðislega ferli. Bolsonar mun hafa svarað á þá leið að hann myndi að endingu láta af völdum á lýðræðislegan máta, hann vildi þó tryggja heilindi kosninganna í október.
Brasilía Tengdar fréttir Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið. 6. maí 2022 14:58 Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019. 11. nóvember 2021 07:56 Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 1. nóvember 2021 06:51 Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. 27. október 2021 07:38 Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið. 6. maí 2022 14:58
Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019. 11. nóvember 2021 07:56
Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 1. nóvember 2021 06:51
Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. 27. október 2021 07:38
Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30
Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38