Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2022 23:35 Frá fundi 6. janúarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar báru vitni hvernig Trump var ítrekað sagt að hann hefði tapað kosningunum og að hann ætti að sætta sig við það. AP/Mandel Ngan Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. Vitnisburður nokkurra helstu ráðgjafa Trump var spilaður á opnum fundi nefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið í Washington-borg 6. janúar í fyrra. Þeir höfðu allir sömu sögu að segja: þeir hefðu reynt að segja forsetanum að hann hefði tapað forsetakosningunum og að engar trúverðugar vísbendingar væru um að brögð hefðu verið í tafli. Trump hafi hunsað þau ráð, hæðst að þeim og ýtt ráðgjöfunum til hliðar á síðustu vikum forsetatíðar sinnar. Trump og bandamenn hans héldu fram fjarstæðukenndum kenningum um að stórfelld kosningasvik í nokkrum lykilríkjum hefðu kostað hann endurkjör. Dómarar vítt og breitt um Bandaríkin vísuðu lögmönnum Trump og íhaldshópa honum hliðhollum á dyr með þær ásakanir. Lygar Trump og félaga um kosningarnar æstu stuðningsmenn hans þó svo upp að þeir brutust inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna 6. janúar 2021. Sagði forsetanum að ásakanirnar væru þvættingur William Barr, sem var dómsmálaráðherra á seinni hluta kjörtímabils Trump, sagði þingnefndinni að hann hefði snemma komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir um að forsetakosningunum hefði verið „stolið“ væru „algerlega falskar og kjánalegar og byggðust yfirleitt á algeru upplýsingafalsi“. Trump hafi þrátt fyrir það þrýst á Barr á fundum í nóvember og desember að beita dómsmálaráðuneytinu í sína þágu á grundvelli ásakananna. Barr sagðist hafa bent Trump á að fullyrðingar bandamanna hans um svik væru þvættingur. Um miðjan desember hafi Barr komist að þeirri niðurstöðu að Trump væri „aftengdur raunveruleikanum“ ef hann tryði raunverulega svikabrigslunum. Barr sagði af sér 14. desember. „Skoðun mín þá og nú er að kosningunum var ekki stolið með svikum og ég hef ekki séð neitt frá kosningunum sem hefur fengið mig til að skipta um skoðun,“ sagði Barr við nefndina, að sögn Washington Post. William Barr var upphaflega hundtryggur Trump forseta og hjálpaði honum að gera lítið úr rannsókn Roberts Mueller á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa og tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. Getty/Chip Somodevilla „Venjulega liðið“ gegn liði Giuliani Bill Stepien, fyrrverandi kosningastjóri Trump, átti að bera vitni á opnum fundi en forfallaðist. Þess í stað spilaði nefndin upptöku af framburði hans fyrir luktum dyrum. Þar sagði Stepien að nánustu ráðgjafar Trump hafi ráðlagt honum að lýsa ekki yfir sigri í kosningunum. Trump gerði það engu að síður þegar á kosninganótt. Samkvæmt lýsingu Stepien tókust á tvær fylkingar í innsta hring Trump: annars vegar svokallað „venjulega liðið“ sem hann tilheyrði sjálfur og samþykkti kosningaúrslitin en hins vegar jámenn Trump sem neituðu að játa sig sigraða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Síðarnefnda liðið hafi síðar verið þekkt sem „liðið hans Rudys“ í höfuðið á Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump sem fór fremstur í flokki þeirra sem vildu snúa við úrslitum kosninganna á grundvelli stoðlausra samsæriskenninga. Bæði Stepien og Jason Miller, fyrrverandi ráðgjafi Trump, báru vitni um að Giuliani hafi virst ölvaður á kosninganótt þegar hann vildi að Trump lýsti yfir sigri. Dagana og vikurnar eftir kjördag fór Giuliani mikinn í fjölmiðlum og dómsal. Hann var meðal annars niðurlægður opinberlega þegar tilkynnt var um að allir helstu fjölmiðlar landsins hefðu lýst Joe Biden sigurvegara á miðjum skrautlegum blaðamannafundi sem hann hélt fyrir utan garðyrkjufyrirtæki í Fíladelfíu. Milljónir trúðu lygunum Enn eru fimm dagar eftir af opnum fundum þingnefndarinnar um árásina mannskæðu á þinghúsið. Fulltrúar hennar segja að Trump hafi borið ábyrgð á árásinni með því að dreifa ósannindum um kosningasvik gegn betri vitund. Zoe Lofgren, þingmaður demókrata frá Kaliforníu, sagði að árásin hefði verið „bein og fyrirsjáanleg afleiðing af ákvörðun Trump um að nota fullyrðingar um kosningasvik til að snúa við úrslitum kosninganna og halda í völdin.“ „Hann sagði bandarísku þjóðinni ragnlega að kosningarnar hefðu ekki verið lögmætar, „meiriháttar svindl“ að hans sögn. Milljónir Bandaríkjamanna trúðu honum,“ sagði Liz Cheney, þingmaður repúblikana frá Wyoming sem var ein örfárra repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásarinnar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Biden segir árásina á þingið einn myrkasta atburð í sögu Bandaríkjanna Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir árásina á bandaríska þingið hinn 6. janúar vera einn myrkasta kafla í sögu landsins. Frekari sönnunargögn um aðild Donalds Trump fyrrverandi forseta að árásinni verða gerð opinber eftir helgi. 11. júní 2022 19:46 Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Vitnisburður nokkurra helstu ráðgjafa Trump var spilaður á opnum fundi nefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið í Washington-borg 6. janúar í fyrra. Þeir höfðu allir sömu sögu að segja: þeir hefðu reynt að segja forsetanum að hann hefði tapað forsetakosningunum og að engar trúverðugar vísbendingar væru um að brögð hefðu verið í tafli. Trump hafi hunsað þau ráð, hæðst að þeim og ýtt ráðgjöfunum til hliðar á síðustu vikum forsetatíðar sinnar. Trump og bandamenn hans héldu fram fjarstæðukenndum kenningum um að stórfelld kosningasvik í nokkrum lykilríkjum hefðu kostað hann endurkjör. Dómarar vítt og breitt um Bandaríkin vísuðu lögmönnum Trump og íhaldshópa honum hliðhollum á dyr með þær ásakanir. Lygar Trump og félaga um kosningarnar æstu stuðningsmenn hans þó svo upp að þeir brutust inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna 6. janúar 2021. Sagði forsetanum að ásakanirnar væru þvættingur William Barr, sem var dómsmálaráðherra á seinni hluta kjörtímabils Trump, sagði þingnefndinni að hann hefði snemma komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir um að forsetakosningunum hefði verið „stolið“ væru „algerlega falskar og kjánalegar og byggðust yfirleitt á algeru upplýsingafalsi“. Trump hafi þrátt fyrir það þrýst á Barr á fundum í nóvember og desember að beita dómsmálaráðuneytinu í sína þágu á grundvelli ásakananna. Barr sagðist hafa bent Trump á að fullyrðingar bandamanna hans um svik væru þvættingur. Um miðjan desember hafi Barr komist að þeirri niðurstöðu að Trump væri „aftengdur raunveruleikanum“ ef hann tryði raunverulega svikabrigslunum. Barr sagði af sér 14. desember. „Skoðun mín þá og nú er að kosningunum var ekki stolið með svikum og ég hef ekki séð neitt frá kosningunum sem hefur fengið mig til að skipta um skoðun,“ sagði Barr við nefndina, að sögn Washington Post. William Barr var upphaflega hundtryggur Trump forseta og hjálpaði honum að gera lítið úr rannsókn Roberts Mueller á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa og tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. Getty/Chip Somodevilla „Venjulega liðið“ gegn liði Giuliani Bill Stepien, fyrrverandi kosningastjóri Trump, átti að bera vitni á opnum fundi en forfallaðist. Þess í stað spilaði nefndin upptöku af framburði hans fyrir luktum dyrum. Þar sagði Stepien að nánustu ráðgjafar Trump hafi ráðlagt honum að lýsa ekki yfir sigri í kosningunum. Trump gerði það engu að síður þegar á kosninganótt. Samkvæmt lýsingu Stepien tókust á tvær fylkingar í innsta hring Trump: annars vegar svokallað „venjulega liðið“ sem hann tilheyrði sjálfur og samþykkti kosningaúrslitin en hins vegar jámenn Trump sem neituðu að játa sig sigraða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Síðarnefnda liðið hafi síðar verið þekkt sem „liðið hans Rudys“ í höfuðið á Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump sem fór fremstur í flokki þeirra sem vildu snúa við úrslitum kosninganna á grundvelli stoðlausra samsæriskenninga. Bæði Stepien og Jason Miller, fyrrverandi ráðgjafi Trump, báru vitni um að Giuliani hafi virst ölvaður á kosninganótt þegar hann vildi að Trump lýsti yfir sigri. Dagana og vikurnar eftir kjördag fór Giuliani mikinn í fjölmiðlum og dómsal. Hann var meðal annars niðurlægður opinberlega þegar tilkynnt var um að allir helstu fjölmiðlar landsins hefðu lýst Joe Biden sigurvegara á miðjum skrautlegum blaðamannafundi sem hann hélt fyrir utan garðyrkjufyrirtæki í Fíladelfíu. Milljónir trúðu lygunum Enn eru fimm dagar eftir af opnum fundum þingnefndarinnar um árásina mannskæðu á þinghúsið. Fulltrúar hennar segja að Trump hafi borið ábyrgð á árásinni með því að dreifa ósannindum um kosningasvik gegn betri vitund. Zoe Lofgren, þingmaður demókrata frá Kaliforníu, sagði að árásin hefði verið „bein og fyrirsjáanleg afleiðing af ákvörðun Trump um að nota fullyrðingar um kosningasvik til að snúa við úrslitum kosninganna og halda í völdin.“ „Hann sagði bandarísku þjóðinni ragnlega að kosningarnar hefðu ekki verið lögmætar, „meiriháttar svindl“ að hans sögn. Milljónir Bandaríkjamanna trúðu honum,“ sagði Liz Cheney, þingmaður repúblikana frá Wyoming sem var ein örfárra repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Biden segir árásina á þingið einn myrkasta atburð í sögu Bandaríkjanna Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir árásina á bandaríska þingið hinn 6. janúar vera einn myrkasta kafla í sögu landsins. Frekari sönnunargögn um aðild Donalds Trump fyrrverandi forseta að árásinni verða gerð opinber eftir helgi. 11. júní 2022 19:46 Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Biden segir árásina á þingið einn myrkasta atburð í sögu Bandaríkjanna Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir árásina á bandaríska þingið hinn 6. janúar vera einn myrkasta kafla í sögu landsins. Frekari sönnunargögn um aðild Donalds Trump fyrrverandi forseta að árásinni verða gerð opinber eftir helgi. 11. júní 2022 19:46
Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50