Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júní 2022 07:01 Apabóla Monkeypox Photo Illustrations Medical syringes and a bottle are seen with 'Monkeypox' sign and monkeypox illustrative model displayed on a screen in the background in this illustration photo taken in Krakow, Poland on May 26, 2022. (Photo by Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images) Getty/Jakub Porzycki Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. Mánuður er nú liðinn frá því að tilkynningar um apabólu utan Afríku fóru að berast í auknum mæli til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heldur tilfellum áfram að fjölga víða. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá stofnuninni, sem þó ná aðeins til 8. júní, hafa rúmlega ellefu hundruð tilfelli greinst í Evrópu. Fyrstu tvö tilfellin hér á landi greindust einmitt 8. júní en þriðja tilfellið greindist um helgina. Um er að ræða karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Evrópu. Meirihluti tilfella í Evrópu virðast vera hjá sam- eða tvíkynhneigðum karlmönnum og benda fyrirliggjandi gögn að einstaklingar smitist í nánu samneyti, til að mynda kynlífi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur af þeirri ástæðu fólk til að sýna aðgát í kynlífi og skyndikynnum, sérstaklega erlendis. Þá er fólk beðið um að vera vakandi fyrir einkennum apabólu og mæta sem fyrst í skoðun verði þeirra vart. „Við höfum verið í samvinnu við grasrótarsamtökin að útbreiða þennan boðskap og þessar leiðbeiningar til allra sem að hægt er. Þannig að við erum að reyna eins og við getum að ná til allra, það er eina leiðin sem við höfum,“ segir Þórólfur. „Svo erum við bara með miðlæga þjónustu við þetta fólk frá Landspítalanum og það er ekki mikið annað sem við getum gert, eins og staðan er.“ Ekki allir bólusettir sem verða útsettir Til er bóluefni gegn apasótt en það er af skornum skammti og ekki hefur tekist að semja um skammta til Íslands enn sem komið er. „Heilbrigðisráðuneytið er með forgöngu í því að nálgast bóluefni í Evrópu en það er bara skortur á þessum bóluefnum og framboðið er lítið, við erum að reyna að fá alla vega 80 skammta til að nota,“ segir Þórólfur. Hægt væri að nota þá skammta til að bólusetja þá sem hafa verið útsettir og talið er að gætu komið illa út úr sýkingunni, til að mynda vegna fyrirliggjandi sjúkdóma. „En það verða ekki allir bólusettir sem eru útsettir, ég held að það sé nokkuð ljóst,“ segir Þórólfur. Hann segir viðbúið að tilfellum fjölgi en á ekki von á faraldri, hvað þá í líkingu við Covid, þar sem apabólan er töluvert minna smitandi og smitast þá helst í nánu samneyti. Lítið er hægt að gera í stöðunni. Þannig nú erum við bara að bíða og sjá? „Já, það er lítið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28 Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Mánuður er nú liðinn frá því að tilkynningar um apabólu utan Afríku fóru að berast í auknum mæli til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heldur tilfellum áfram að fjölga víða. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá stofnuninni, sem þó ná aðeins til 8. júní, hafa rúmlega ellefu hundruð tilfelli greinst í Evrópu. Fyrstu tvö tilfellin hér á landi greindust einmitt 8. júní en þriðja tilfellið greindist um helgina. Um er að ræða karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Evrópu. Meirihluti tilfella í Evrópu virðast vera hjá sam- eða tvíkynhneigðum karlmönnum og benda fyrirliggjandi gögn að einstaklingar smitist í nánu samneyti, til að mynda kynlífi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur af þeirri ástæðu fólk til að sýna aðgát í kynlífi og skyndikynnum, sérstaklega erlendis. Þá er fólk beðið um að vera vakandi fyrir einkennum apabólu og mæta sem fyrst í skoðun verði þeirra vart. „Við höfum verið í samvinnu við grasrótarsamtökin að útbreiða þennan boðskap og þessar leiðbeiningar til allra sem að hægt er. Þannig að við erum að reyna eins og við getum að ná til allra, það er eina leiðin sem við höfum,“ segir Þórólfur. „Svo erum við bara með miðlæga þjónustu við þetta fólk frá Landspítalanum og það er ekki mikið annað sem við getum gert, eins og staðan er.“ Ekki allir bólusettir sem verða útsettir Til er bóluefni gegn apasótt en það er af skornum skammti og ekki hefur tekist að semja um skammta til Íslands enn sem komið er. „Heilbrigðisráðuneytið er með forgöngu í því að nálgast bóluefni í Evrópu en það er bara skortur á þessum bóluefnum og framboðið er lítið, við erum að reyna að fá alla vega 80 skammta til að nota,“ segir Þórólfur. Hægt væri að nota þá skammta til að bólusetja þá sem hafa verið útsettir og talið er að gætu komið illa út úr sýkingunni, til að mynda vegna fyrirliggjandi sjúkdóma. „En það verða ekki allir bólusettir sem eru útsettir, ég held að það sé nokkuð ljóst,“ segir Þórólfur. Hann segir viðbúið að tilfellum fjölgi en á ekki von á faraldri, hvað þá í líkingu við Covid, þar sem apabólan er töluvert minna smitandi og smitast þá helst í nánu samneyti. Lítið er hægt að gera í stöðunni. Þannig nú erum við bara að bíða og sjá? „Já, það er lítið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28 Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28
Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02