Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, var í janúar handtekinn eftir að þáverandi kærasta hans ásakaði hann um heimilisofbeldi, nauðgun og líflátshótanir. Hann hefur ekki sést síðan þá og hefur Man Utd gefið út að leikmaðurinn muni ekki snúa aftur til æfinga né leikja „þar til annað kemur í ljós.“
Það kom því á óvart þegar orðrómur þess efnis að hinn tvítugi Greenwood gæti snúið aftur fór á flug á Twitter. Sá orðrómur virðist ekki byggður á neinu haldbæru og kom frá aðila sem er ekki tengdur Manchester United eða lögreglunni í Manchester á neinn hátt.
Mason Greenwood investigation ongoing with Man Utd striker still suspended
— Mirror Football (@MirrorFootball) June 13, 2022
|@DiscoMirrorhttps://t.co/hmpXbIHIQ2 pic.twitter.com/y63rQuLZRK
Enski miðillinn The Mirror fjallaði um málið og segir heimildir innan Man Utd hafa staðfest að rannsókn væri enn yfirstandandi. Ekki er komin niðurstaða í málið og Greenwood er ekki hluti af leikmannahóp liðsins að svo stöddu.
Greenwood er sem stendur laus gegn tryggingu en lögreglan hefur gefið út að frétta sé að vænta í málinu um miðjan júní.