Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 11:01 Lars á EM í Frakklandi sumarið 2016. Michael Regan/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn. Það þarf vart að ræða Lars og hans feril með íslenska karlalandsliðið. Hann tók við liðinu og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Hann er í dag hættur að þjálfa og var í hlutverki sérfræðings er Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael í gærkvöld. Fyrir leik þá ítrekaði hann þá staðreynd að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi viljað starfa einn sem landsliðsþjálfari en Guðni Bergsson, þáverandi forseti KSÍ, réð Lars til starfa fyrir undankeppni HM sem fram fer í Katar nú síðar á þessu ári. Að leik loknum var Lars spurður út í hitt og þetta í leik íslenska liðsins. Hann var sérstaklega ánægður að sjá að löngu innköstin væru enn árangursrík og þá ræddi hann efnivið landsliðsins. „Það vantar smá líkamlegan styrk í liðið, mögulega kemur það með reynslu. Þegar þú spilar við virkilega góð lið þá þarftu það. Þetta var frekar vingjarnlegur leikur, ekki mikið um tæklingar og því um líkt. En margir áhugaverðir leikmenn og sumir þeirra ungir.“ Væri til í að sjá breytingu á leikkerfi „Ég talaði um það við Rúrik (Gíslason, fyrrverandi landsliðsmann og sérfræðing Viaplay) á meðan leik stóð. Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig þeir spila án boltans. Kannski er Birkir Bjarnason að verða eldri og þreyttari en hann var alltaf einn af bestu leikmönnum liðsins er kom að því að leggja hart að sér og vinna fyrir liðið.“ „Ég kann samt að meta hvernig hann spilar þegar liðið er ekki með boltann. Hann er alltaf rétt staðsettur og hjálpar liðinu á þann hátt. Líka þó maður sjái hann ekki jafn mikið. Miðað við hvernig liðið spilar í dag þá þarf að vera mikil yfirferð á Birki, hann þarf að verjast á stóru svæði. Það er erfitt að hlaupa jafn mikið og áður á hans aldri en hann les leikinn enn virkilega vel,“ sagði Lars áður en Rúrik greip fram í og spurði hvort Lars myndi íhuga að spila með annan djúpan miðjumann við hlið Birkis. „Ég held að tveir djúpir séu alltaf góður kostur ef þú ert að spila á móti liði sem vitað er að sé betra en þú. Þá er hægt að spila með tvo framherja eða tvo sóknarþenkjandi miðjumenn fyrir framan,“ svaraði Lars. Hann bætti svo við hvaða leikkerfi hann myndi vilja spila. „Ég hef séð nokkra leiki í sjónvarpinu og hef hugsað með mér að það væri mjög áhugavert að sjá þetta lið spila 4-2-3-1 af því þeir hafa flinka og skemmtilega leikmenn. Það er mjög erfitt að skora gegn liði sem verst með tvo góða varnarmenn fyrir framan miðverðina sína.“ Segist kominn yfir hæðina „Þetta er mjög fín spurning nema þú sért bara að stríða mér. Þegar ég horfi í spegilinn sé ég að ég er kominn yfir hæðina, “ sagði Lars aðspurður hvort hann myndi taka við íslenska landsliðinu ef starfið stæði til boða. „Auðvitað saknar maður þess eftir að hafa hætt að þjálfa. Á sama tíma átta ég mig á að ég er ekki það ungur lengur. Það er áhugavert að vera hluti af því á einn eða annan hátt. Hjálpa smávegis hér og þar. En það kæmi mér verulega á óvart ef ég væri að þjálfa aftur.“ Fótbolti KSÍ Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Það þarf vart að ræða Lars og hans feril með íslenska karlalandsliðið. Hann tók við liðinu og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Hann er í dag hættur að þjálfa og var í hlutverki sérfræðings er Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael í gærkvöld. Fyrir leik þá ítrekaði hann þá staðreynd að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi viljað starfa einn sem landsliðsþjálfari en Guðni Bergsson, þáverandi forseti KSÍ, réð Lars til starfa fyrir undankeppni HM sem fram fer í Katar nú síðar á þessu ári. Að leik loknum var Lars spurður út í hitt og þetta í leik íslenska liðsins. Hann var sérstaklega ánægður að sjá að löngu innköstin væru enn árangursrík og þá ræddi hann efnivið landsliðsins. „Það vantar smá líkamlegan styrk í liðið, mögulega kemur það með reynslu. Þegar þú spilar við virkilega góð lið þá þarftu það. Þetta var frekar vingjarnlegur leikur, ekki mikið um tæklingar og því um líkt. En margir áhugaverðir leikmenn og sumir þeirra ungir.“ Væri til í að sjá breytingu á leikkerfi „Ég talaði um það við Rúrik (Gíslason, fyrrverandi landsliðsmann og sérfræðing Viaplay) á meðan leik stóð. Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig þeir spila án boltans. Kannski er Birkir Bjarnason að verða eldri og þreyttari en hann var alltaf einn af bestu leikmönnum liðsins er kom að því að leggja hart að sér og vinna fyrir liðið.“ „Ég kann samt að meta hvernig hann spilar þegar liðið er ekki með boltann. Hann er alltaf rétt staðsettur og hjálpar liðinu á þann hátt. Líka þó maður sjái hann ekki jafn mikið. Miðað við hvernig liðið spilar í dag þá þarf að vera mikil yfirferð á Birki, hann þarf að verjast á stóru svæði. Það er erfitt að hlaupa jafn mikið og áður á hans aldri en hann les leikinn enn virkilega vel,“ sagði Lars áður en Rúrik greip fram í og spurði hvort Lars myndi íhuga að spila með annan djúpan miðjumann við hlið Birkis. „Ég held að tveir djúpir séu alltaf góður kostur ef þú ert að spila á móti liði sem vitað er að sé betra en þú. Þá er hægt að spila með tvo framherja eða tvo sóknarþenkjandi miðjumenn fyrir framan,“ svaraði Lars. Hann bætti svo við hvaða leikkerfi hann myndi vilja spila. „Ég hef séð nokkra leiki í sjónvarpinu og hef hugsað með mér að það væri mjög áhugavert að sjá þetta lið spila 4-2-3-1 af því þeir hafa flinka og skemmtilega leikmenn. Það er mjög erfitt að skora gegn liði sem verst með tvo góða varnarmenn fyrir framan miðverðina sína.“ Segist kominn yfir hæðina „Þetta er mjög fín spurning nema þú sért bara að stríða mér. Þegar ég horfi í spegilinn sé ég að ég er kominn yfir hæðina, “ sagði Lars aðspurður hvort hann myndi taka við íslenska landsliðinu ef starfið stæði til boða. „Auðvitað saknar maður þess eftir að hafa hætt að þjálfa. Á sama tíma átta ég mig á að ég er ekki það ungur lengur. Það er áhugavert að vera hluti af því á einn eða annan hátt. Hjálpa smávegis hér og þar. En það kæmi mér verulega á óvart ef ég væri að þjálfa aftur.“
Fótbolti KSÍ Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira