„Þetta er bara algengt. Menn hjálpast að, „play nice“,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, í samtali við fréttastofu.
Þorvaldur Lúðvík segir að vera þannig að menn hjálpist að þegar aðrir lendi í bobba. „Þetta er eitthvað sem hentar báðum. Vélin var stödd fyrir norðan og henni flogið til Keflavíkur og svo til Gautaborgar.“
Hann segir að þetta hafi verið fyrsta samstarfsverkefnið hjá Niceair og reiknar hann með þau verði vafalaust fleiri.
„Ef menn eru á góðum nótum þá hjálpast menn að. Það eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir. Það er auðvitað allt gert hjá öllum til að lágmarka óþægindi fyrir farþega. Það eru allir með það efst á listanum,“ segir Þorvaldur Lúðvík.
Það var Flugbloggið sem benti á flugið á Facebook-síðu sinni.