Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 11:32 Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir. vísir/vilhelm Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál. Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál.
Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels