Þátttakendur verða 456 talsins líkt og í suður-kóresku þáttunum og verða þættirnir því fjölmennustu raunveruleikaþættir frá upphafi. Þættirnir munu vera teknir upp á Englandi og auglýsir Netflix nú eftir þátttakendum frá öllum heimshornum á SquidGameCasting.com. Íslendingar geta því freistað þess að taka þátt.
Netflix birti í dag kitlu fyrir þættina sem verða tíu talsins.
Þá var nýverið tilkynnt um næstu seríu Squid Game en sú fyrsta kom út í september á síðasta ári og varð vinsælasta þáttasería Netflix frá upphafi en um einn og hálfur milljarður áhorfenda horfðu á þættina á fyrstu 28 dögum frá útgáfu.