Sögulegt tap Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 09:31 Harry Kane reyndi að fiska vítaspyrnu í leiknum. Það gekk ekki. Chris Brunskill/Getty Images Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd. Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira