Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2022 12:41 Þingmenn gerðu margir grein fyrir afstöðu sinni til málsins fyrir atkvæðagreiðsluna. vísir/vilhelm Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. Auk Bjarna greiddu aðeins Píratar gegn málinu, aðrir stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá eða voru fjarverandi nema Bergþór Ólason Miðflokksmaður sem greiddi atkvæði með rammanum. Ekkert gerst í níu ár Annar áfangi rammaáætlunar var samþykktur árið 2013 en síðan hefur ekkert breyst í flokkun á virkjanakostum hér á landi. Frá árinu 2016 hafa svo fjórir ráðherrar reynt í fjögur skipti að koma þriðja áfanganum í gegn um þingið en án árangurs, þar til nú. Ramminn var samþykktur með breytingartillögu meirihlutans sem felst í því að færa fleiri kosti í biðflokk en upprunalega var lagt upp með í þriðja áfanganum. Það sem hefur stungið umhverfissinna og stjórnarandstöðuna í þeim áfanga rammaáætlunar sem var samþykktur í dag var að virkjanakostir í Héraðsvötnum og Kjalöldum í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki í biðflokk. Margir þingmenn gerðu í upphafi þingfundar athugasemdir um atkvæðagreiðsluna en stjórnarandstöðuþingmenn greindu þar frá mikilli andstöðu sinni við þessa tilhögun. „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi flokksbróðir Katrínar í Vinstri grænum, í pontu í dag. Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir.vísir/vilhelm Breytingartillögur hans, sem fólu í sér að færa fyrrnefnda kosti aftur í verndarflokk voru felldar. Talað eins og biðflokkur sé nýtingarflokkur Það var sótt nokkuð hart að Vinstri grænum fyrir atkvæðagreiðsluna en flokkurinn gefur sig út fyrir að vera helsti náttúruverndarflokkur landsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, var sökuð um pólitísk hrossakaup en hún sagði til dæmis í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri líklega enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann vildi. Katrín var ekki sátt með orðræðu minnihlutans við atkvæðagreiðslu um rammaáætlun á þingi í dag.vísir/vilhelm „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ sagði hún í gær. Fyrir atkvæðagreiðsluna svaraði hún svo ásökunum stjórnarandstöðunnar og minnti á að hún hafi einnig verið sökuð um pólitísk hrossakaup þegar hún samþykkti annan áfanga rammans árið 2013. „Það sem við erum að gera hér, það er það sem meirihlutinn er að leggja til hér, er að stækka biðflokk rammaáætlunar. Nú skal ég upplýsa háttvirta þingmenn: Frá 2013 hafi ekki neinir kostir í biðflokki verði virkjaðir. Ekki neinir, enda er það ekki hægt. Hér er talað eins og verið sé að færa ákveðnar virkjanahugmyndir í nýtingarflokk sem í raun er verið að setja í biðflokk,“ sagði Katrín og minnti á að um leið væri verið að taka afar umdeilda kosti á borð við Skrokköldu og tvo kosti af þremur í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki og setja í biðflokk. Umhverfismál Alþingi Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14. júní 2022 22:00 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Auk Bjarna greiddu aðeins Píratar gegn málinu, aðrir stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá eða voru fjarverandi nema Bergþór Ólason Miðflokksmaður sem greiddi atkvæði með rammanum. Ekkert gerst í níu ár Annar áfangi rammaáætlunar var samþykktur árið 2013 en síðan hefur ekkert breyst í flokkun á virkjanakostum hér á landi. Frá árinu 2016 hafa svo fjórir ráðherrar reynt í fjögur skipti að koma þriðja áfanganum í gegn um þingið en án árangurs, þar til nú. Ramminn var samþykktur með breytingartillögu meirihlutans sem felst í því að færa fleiri kosti í biðflokk en upprunalega var lagt upp með í þriðja áfanganum. Það sem hefur stungið umhverfissinna og stjórnarandstöðuna í þeim áfanga rammaáætlunar sem var samþykktur í dag var að virkjanakostir í Héraðsvötnum og Kjalöldum í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki í biðflokk. Margir þingmenn gerðu í upphafi þingfundar athugasemdir um atkvæðagreiðsluna en stjórnarandstöðuþingmenn greindu þar frá mikilli andstöðu sinni við þessa tilhögun. „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi flokksbróðir Katrínar í Vinstri grænum, í pontu í dag. Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir.vísir/vilhelm Breytingartillögur hans, sem fólu í sér að færa fyrrnefnda kosti aftur í verndarflokk voru felldar. Talað eins og biðflokkur sé nýtingarflokkur Það var sótt nokkuð hart að Vinstri grænum fyrir atkvæðagreiðsluna en flokkurinn gefur sig út fyrir að vera helsti náttúruverndarflokkur landsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, var sökuð um pólitísk hrossakaup en hún sagði til dæmis í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri líklega enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann vildi. Katrín var ekki sátt með orðræðu minnihlutans við atkvæðagreiðslu um rammaáætlun á þingi í dag.vísir/vilhelm „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ sagði hún í gær. Fyrir atkvæðagreiðsluna svaraði hún svo ásökunum stjórnarandstöðunnar og minnti á að hún hafi einnig verið sökuð um pólitísk hrossakaup þegar hún samþykkti annan áfanga rammans árið 2013. „Það sem við erum að gera hér, það er það sem meirihlutinn er að leggja til hér, er að stækka biðflokk rammaáætlunar. Nú skal ég upplýsa háttvirta þingmenn: Frá 2013 hafi ekki neinir kostir í biðflokki verði virkjaðir. Ekki neinir, enda er það ekki hægt. Hér er talað eins og verið sé að færa ákveðnar virkjanahugmyndir í nýtingarflokk sem í raun er verið að setja í biðflokk,“ sagði Katrín og minnti á að um leið væri verið að taka afar umdeilda kosti á borð við Skrokköldu og tvo kosti af þremur í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki og setja í biðflokk.
Umhverfismál Alþingi Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14. júní 2022 22:00 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14. júní 2022 22:00
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32