Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vefsíðu breska ríkisins í gær.
Samkvæmt tilkynningunni fékk Guthrie lán hjá vini sínum í maí 2019 upp á 75 þúsund pund, sem er um 12 milljónir króna á núvirði. Hann sagðist ætla að nota lánið til að standa straum af íbúðaláni sínu og annara útgjalda, lán sem hann ætlaði að endurgreiða við sölu á húsnæði sínu.
Áður en að sölu húsnæðisins kom tókst Guthrie að safna um 120 þúsund pundum í veðmálaskuldir, tæpar 20 milljónir króna. Þegar Guthrie seldi húsið sitt í ágúst 2020 greiddi hann upp veðmálaskuldir sínar en lántakan upp á 75 þúsund pund var áfram ógreidd.

Fyrir vikið hefur Guthrie verið úrskurðaður gjaldþrota og heldur hann þeirri stöðu í sex ár, eða þar til í maí 2028. Á þeim tíma má hann ekki fá meira en 500 pund lánuð, sem er um 80 þúsund krónur. Honum er einnig bannað að gegna stjórnarstöðu í bresku fyrirtæki þangað til að gjaldþrots úrskurðurinn rennur sitt skeið.
Guthrie kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool en hann lék á sínum tíma 103 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Reading, Bolton og Newcastle. Guthrie lauk löngum ferli sínum hér á Íslandi, þegar hann lék með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar. Í dag starfar hann sem þjálfari í Dúbaí.