„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2022 12:02 Þegar bílasmíði hófst var meira lagt upp úr fegurð og gæðum að sögn formanns Bílaklúbbs Akureyrar. Bílakúbbur Akureyrar Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri. Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“ Bílar Akureyri Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“
Bílar Akureyri Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira