„Mjög óvinsæl“ en verður með á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2022 15:01 Nadia Nadim hefur leikið 99 landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Stephen McCarthy Danir verða líkt og Íslendingar á Evrópumótinu í Englandi í næsta mánuði og nú hefur danski landsliðsþjálfarinn Lars Söndergaard tilkynnt hvaða 23 leikmenn hann ætlar að taka með á mótið. Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira