25 hjúkrunarfræðingar hætt eða sagt upp störfum á bráðamóttöku Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 07:28 Landspítalinn hefur lengi glímt við mönnunarvanda. Vísir/Vilhelm Alls hafa 25 hjúkrunarfræðingar hætt störfum eða sagt upp á bráðamóttöku Landspítalans á þessu ári. Þar af hafa þrettán þegar hætt störfum og nokkrir lækkað starfshlutfall sitt en tólf til viðbótar hafa sagt upp á allra síðustu vikum. Þetta kemur fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku spítalans, við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag. Þar segir að níu uppsagnir taki gildi 1. september og þrjár 1. október. Að sögn Helgu Rósu voru 85,7 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni mönnuð þann 1. janúar en í maí hafi talan verið komin niður í 68,5. Mönnunarlíkan Landspítalans gerir ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðina á bráðamóttökunni. Ítrekað varað við stöðunni Greint var frá því í lok maí að fjórir hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku á einum degi og vísað til álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, sagði þá að það væri sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og hann kvíði því að fleiri fái nóg. Álagið á bráðamóttöku hefur verið erfitt um nokkurt skeið og hefur Landspítali ítrekað varað við stöðunni. „Álagið hefur stigmagnast. Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp og það er bara algjört ráðaleysi í gangi virðist vera, eða þá að hlutirnir ganga svona hægt,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu skömmu eftir að hún skilaði inn uppsögn sinni. Síðasta stráið var að hennar sögn þegar hátt í hundrað sjúklingar voru á bráðamóttökunni kvöldið áður, þar af um þrjátíu innlagðir, og hún þurft að horfa upp á bráðveikt fólk bíða klukkutímum saman. „Fólk kemur heim og er með logandi samviskubit yfir vaktinni og það hefur áhrif á okkar líf og okkar nánustu líka. Þannig þá verður maður bara að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Soffía. Heilbrigðisráðuneytið hefur myndað nýtt viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu til að rýna í stöðuna. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku spítalans, við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag. Þar segir að níu uppsagnir taki gildi 1. september og þrjár 1. október. Að sögn Helgu Rósu voru 85,7 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni mönnuð þann 1. janúar en í maí hafi talan verið komin niður í 68,5. Mönnunarlíkan Landspítalans gerir ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðina á bráðamóttökunni. Ítrekað varað við stöðunni Greint var frá því í lok maí að fjórir hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku á einum degi og vísað til álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, sagði þá að það væri sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og hann kvíði því að fleiri fái nóg. Álagið á bráðamóttöku hefur verið erfitt um nokkurt skeið og hefur Landspítali ítrekað varað við stöðunni. „Álagið hefur stigmagnast. Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp og það er bara algjört ráðaleysi í gangi virðist vera, eða þá að hlutirnir ganga svona hægt,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu skömmu eftir að hún skilaði inn uppsögn sinni. Síðasta stráið var að hennar sögn þegar hátt í hundrað sjúklingar voru á bráðamóttökunni kvöldið áður, þar af um þrjátíu innlagðir, og hún þurft að horfa upp á bráðveikt fólk bíða klukkutímum saman. „Fólk kemur heim og er með logandi samviskubit yfir vaktinni og það hefur áhrif á okkar líf og okkar nánustu líka. Þannig þá verður maður bara að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Soffía. Heilbrigðisráðuneytið hefur myndað nýtt viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu til að rýna í stöðuna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26
Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14