23 seglbátar til Fáskrúðsfjarðar eftir að óveður batt enda á alþjóðlega siglingarkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 08:55 Keppandinn Jeremie Beyou tók þessa mynd um borð í báti sínum í morgun þegar hann var á leið að landi. Jeremie Beyou/Charal Siglingakeppnin Vendée Arctique hefur verið stöðvuð vegna slæmra veðurskilyrða. Til stóð að láta 25 keppendur sem lögðu af stað frá Frakklandi seinasta sunnudag sigla hringinn í kringum Ísland áður þeir sneru aftur til sjávarþorpsins Les Sables d'Olonne. Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022 Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022
Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira