Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 14:57 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira