Óvanalegt að formenn stjórnmálaflokka komi og fari án átaka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:32 Eiríkur segir Loga hafa átt farsælan feril sem formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki koma á óvart að Logi Einarsson ætli sér að hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Hann telur að Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir hafi bæði burði til þess að taka við formennsku í flokknum. Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“ Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“
Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira