Leeds er sagt vilja um 55 milljónir evra fyrir Brassann. Arsenal hefur einnig áhuga á Raphinha en leikmaðurinn vill sjálfur aðeins fara til Barcelona samkvæmt One Football.
Barca Blaugranes, miðill sem sérhæfir sig í fréttum um spænska liðið, greinir frá því að Leeds vildi upphaflega fá 65 milljónir evra fyrir Raphinha en hafa síðan lækkað söluverðið. Barcelona vonast hins vegar til að fá leikmanninn á 40 milljónir. Ljóst er að spænska félagið þarf að selja einhvern leikmann til þess að eiga fyrir kaupverðinu á Raphinha en Franke de Jong gæti verið seldur til Manchester United til að fjármagna kaupin á Raphinha.
Umboðsmaður Raphinha, Deco, er fyrrum leikmaður Barcelona. Deco spilaði með Xavi á sínum tíma hjá Barcelona en Xavi er í dag knattspyrnustjóri liðsins. Deco starfar einnig sem yfirnjósnari hjá Barcelona sem sérhæfir sig í brasilískum leikmönnum. Má því áætla að reglulegar viðræður um framtíð Raphinha hafi átt sér stað á kaffistofum Camp Nou síðastliðið ár.
Raphinha deal. Barcelona have full agreement with his agent Deco since February on a five year deal but Leeds want €55m, no plan to change their price tag. 🇧🇷 #FCB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 19, 2022
Barça need to be fast as Premier League clubs are back in the race, including Arsenal - but no bid submitted yet.