Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 15:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos. Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos.
Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði