Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 21:20 Uhunoma hefur búið hjá Morgane og fjölskyldu hennar síðustu tvö árin. vísir/einar 22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku. Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira