„Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. júní 2022 07:01 Til eru bóluefni sem vernda gegn apabólu en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur ríkari löndin til að endurtaka ekki mistök heimsfaraldursins. Getty/Jakub Porzycki Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. Sjúkdómurinn sem herjar nú á vestræn ríki á sér áratugalanga sögu en apabólan greindist, líkt og nafnið gefur til kynna, fyrst í öpum árið 1958. Tólf árum síðar, árið 1970, greindist sjúkdómurinn fyrst í barni frá Kongó og frá þeim tíma hefur sjúkdómurinn verið landlægur í Mið- og Vestur-Afríku. Um er að ræða sjúkdóm sem smitast úr dýrum í menn og svipa einkennin til einkenna bólusóttar, þó apabólan sé minna smitandi og sjúklingar með apabólu veikjast yfirleitt ekki jafn alvarlega. Í gegnum árin hafa einstaka tilfelli komið upp utan Afríku, til að mynda í Bandaríkjunum, en þau eru verulega sjaldgæf. Um miðjan maí fór tilkynningum um apabólu utan Afríku þó að fjölga hratt og virðist ekkert lát vera á útbreiðslunni, einna helst í Evrópu þar sem karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum eru aðallega að smitast. Á fimmtudag mun nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar koma saman til að kanna hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi vegna málsins. „Markmið WHO er að styðja lönd til að hefta útbreiðslu og stöðva faraldurinn með sannprófuðum lýðheilsutækjum, þar á meðal eftirliti, smitrakningu og einangrun smitaðra sjúklinga,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, á fundi í vikunni. Of snemmt að segja til um alvarleika veikindanna Algengustu einkennin í upphafi veikinda eru hiti og stækkun eitla en yfirleitt kemur í ljós að um apabólu sé að ræða þegar útbrotin koma fram. Þau byrja sem roðablettir og verða að lokum sár sem mynda hrúður áður en þau gróa, yfirleitt tveimur til fjórum vikum síðar. Mælt er með því að sjúklingar séu í einangrun frá því að síðustu útbrotin hafa gróið. Einstaklingar sem hafa verið í nánu samneyti við einhvern með apabólu skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í að minnsta kosti 21 dag, tímann sem það tekur fyrir einkenni að koma fram eftir smit. Dánarhlutfall í löndum þar sem sjúklingurinn er landlægur er um þrjú til sex prósent þar sem börn og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eru í hættu. Þó enginn hafi enn látist enn sem komið er vegna sjúkdómsins í Evrópu hafa einhverjir verið lagðir inn á spítala vegna annarra fylgikvilla. Alvarleiki sjúkdómsins á enn eftir að koma í ljós. „Þótt fyrstu tilfellin séu hugsanlega væg tekur þróun sjúkdómsins nokkrar vikur og við verðum að fræðast aðeins meira um þetta áður en við verðum afdráttarlaus í mati okkar,“ sagði Catherine Smallwood, yfirmaður hjá Evrópudeild WHO á fimmtudag. Mikilvægt að endurtaka ekki mistök heimsfaraldursins Til eru bóluefni sem vernda gegn apabólu og hefur Evrópusambandið þegar samið um kaup á 110 þúsund skömmtum fyrir meðlimaríki sín, auk Íslands og Noregs. Ekki er talin ástæða né þörf til að grípa til útbreiddra bólusetninga að svo stöddu en þeir sem hafa verið útsettir og eru í sérstakri hættu á að veikjast alvarlega yrðu bólusettir. Ljóst er þó að bóluefnin eru af skornum skammti og staðan sem nú blasir við minnir að mörgu leyti á Covid faraldurinn, þar sem ríku löndin sönkuðu að sér birgðum á kostnað annarra. Það megi ekki gerast aftur, að sögn Hans Kluge, umdæmisstjóra Evrópudeildar WHO. „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir ef við beitum ekki samvinnu og hugsum langt fram í tímann. Ég bið ríkisstjórnir að takast á við apabóluna án þess að endurtaka mistök heimsfaraldursins og hafi sanngirni í kjarna alls þess sem við gerum,“ sagði Kluge. Apabóla Bólusetningar Tengdar fréttir Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. 14. júní 2022 07:01 Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. 13. júní 2022 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Sjúkdómurinn sem herjar nú á vestræn ríki á sér áratugalanga sögu en apabólan greindist, líkt og nafnið gefur til kynna, fyrst í öpum árið 1958. Tólf árum síðar, árið 1970, greindist sjúkdómurinn fyrst í barni frá Kongó og frá þeim tíma hefur sjúkdómurinn verið landlægur í Mið- og Vestur-Afríku. Um er að ræða sjúkdóm sem smitast úr dýrum í menn og svipa einkennin til einkenna bólusóttar, þó apabólan sé minna smitandi og sjúklingar með apabólu veikjast yfirleitt ekki jafn alvarlega. Í gegnum árin hafa einstaka tilfelli komið upp utan Afríku, til að mynda í Bandaríkjunum, en þau eru verulega sjaldgæf. Um miðjan maí fór tilkynningum um apabólu utan Afríku þó að fjölga hratt og virðist ekkert lát vera á útbreiðslunni, einna helst í Evrópu þar sem karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum eru aðallega að smitast. Á fimmtudag mun nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar koma saman til að kanna hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi vegna málsins. „Markmið WHO er að styðja lönd til að hefta útbreiðslu og stöðva faraldurinn með sannprófuðum lýðheilsutækjum, þar á meðal eftirliti, smitrakningu og einangrun smitaðra sjúklinga,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, á fundi í vikunni. Of snemmt að segja til um alvarleika veikindanna Algengustu einkennin í upphafi veikinda eru hiti og stækkun eitla en yfirleitt kemur í ljós að um apabólu sé að ræða þegar útbrotin koma fram. Þau byrja sem roðablettir og verða að lokum sár sem mynda hrúður áður en þau gróa, yfirleitt tveimur til fjórum vikum síðar. Mælt er með því að sjúklingar séu í einangrun frá því að síðustu útbrotin hafa gróið. Einstaklingar sem hafa verið í nánu samneyti við einhvern með apabólu skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í að minnsta kosti 21 dag, tímann sem það tekur fyrir einkenni að koma fram eftir smit. Dánarhlutfall í löndum þar sem sjúklingurinn er landlægur er um þrjú til sex prósent þar sem börn og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eru í hættu. Þó enginn hafi enn látist enn sem komið er vegna sjúkdómsins í Evrópu hafa einhverjir verið lagðir inn á spítala vegna annarra fylgikvilla. Alvarleiki sjúkdómsins á enn eftir að koma í ljós. „Þótt fyrstu tilfellin séu hugsanlega væg tekur þróun sjúkdómsins nokkrar vikur og við verðum að fræðast aðeins meira um þetta áður en við verðum afdráttarlaus í mati okkar,“ sagði Catherine Smallwood, yfirmaður hjá Evrópudeild WHO á fimmtudag. Mikilvægt að endurtaka ekki mistök heimsfaraldursins Til eru bóluefni sem vernda gegn apabólu og hefur Evrópusambandið þegar samið um kaup á 110 þúsund skömmtum fyrir meðlimaríki sín, auk Íslands og Noregs. Ekki er talin ástæða né þörf til að grípa til útbreiddra bólusetninga að svo stöddu en þeir sem hafa verið útsettir og eru í sérstakri hættu á að veikjast alvarlega yrðu bólusettir. Ljóst er þó að bóluefnin eru af skornum skammti og staðan sem nú blasir við minnir að mörgu leyti á Covid faraldurinn, þar sem ríku löndin sönkuðu að sér birgðum á kostnað annarra. Það megi ekki gerast aftur, að sögn Hans Kluge, umdæmisstjóra Evrópudeildar WHO. „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir ef við beitum ekki samvinnu og hugsum langt fram í tímann. Ég bið ríkisstjórnir að takast á við apabóluna án þess að endurtaka mistök heimsfaraldursins og hafi sanngirni í kjarna alls þess sem við gerum,“ sagði Kluge.
Apabóla Bólusetningar Tengdar fréttir Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. 14. júní 2022 07:01 Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. 13. júní 2022 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29
Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. 14. júní 2022 07:01
Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. 13. júní 2022 12:17