„Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. júní 2022 07:01 Til eru bóluefni sem vernda gegn apabólu en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur ríkari löndin til að endurtaka ekki mistök heimsfaraldursins. Getty/Jakub Porzycki Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. Sjúkdómurinn sem herjar nú á vestræn ríki á sér áratugalanga sögu en apabólan greindist, líkt og nafnið gefur til kynna, fyrst í öpum árið 1958. Tólf árum síðar, árið 1970, greindist sjúkdómurinn fyrst í barni frá Kongó og frá þeim tíma hefur sjúkdómurinn verið landlægur í Mið- og Vestur-Afríku. Um er að ræða sjúkdóm sem smitast úr dýrum í menn og svipa einkennin til einkenna bólusóttar, þó apabólan sé minna smitandi og sjúklingar með apabólu veikjast yfirleitt ekki jafn alvarlega. Í gegnum árin hafa einstaka tilfelli komið upp utan Afríku, til að mynda í Bandaríkjunum, en þau eru verulega sjaldgæf. Um miðjan maí fór tilkynningum um apabólu utan Afríku þó að fjölga hratt og virðist ekkert lát vera á útbreiðslunni, einna helst í Evrópu þar sem karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum eru aðallega að smitast. Á fimmtudag mun nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar koma saman til að kanna hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi vegna málsins. „Markmið WHO er að styðja lönd til að hefta útbreiðslu og stöðva faraldurinn með sannprófuðum lýðheilsutækjum, þar á meðal eftirliti, smitrakningu og einangrun smitaðra sjúklinga,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, á fundi í vikunni. Of snemmt að segja til um alvarleika veikindanna Algengustu einkennin í upphafi veikinda eru hiti og stækkun eitla en yfirleitt kemur í ljós að um apabólu sé að ræða þegar útbrotin koma fram. Þau byrja sem roðablettir og verða að lokum sár sem mynda hrúður áður en þau gróa, yfirleitt tveimur til fjórum vikum síðar. Mælt er með því að sjúklingar séu í einangrun frá því að síðustu útbrotin hafa gróið. Einstaklingar sem hafa verið í nánu samneyti við einhvern með apabólu skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í að minnsta kosti 21 dag, tímann sem það tekur fyrir einkenni að koma fram eftir smit. Dánarhlutfall í löndum þar sem sjúklingurinn er landlægur er um þrjú til sex prósent þar sem börn og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eru í hættu. Þó enginn hafi enn látist enn sem komið er vegna sjúkdómsins í Evrópu hafa einhverjir verið lagðir inn á spítala vegna annarra fylgikvilla. Alvarleiki sjúkdómsins á enn eftir að koma í ljós. „Þótt fyrstu tilfellin séu hugsanlega væg tekur þróun sjúkdómsins nokkrar vikur og við verðum að fræðast aðeins meira um þetta áður en við verðum afdráttarlaus í mati okkar,“ sagði Catherine Smallwood, yfirmaður hjá Evrópudeild WHO á fimmtudag. Mikilvægt að endurtaka ekki mistök heimsfaraldursins Til eru bóluefni sem vernda gegn apabólu og hefur Evrópusambandið þegar samið um kaup á 110 þúsund skömmtum fyrir meðlimaríki sín, auk Íslands og Noregs. Ekki er talin ástæða né þörf til að grípa til útbreiddra bólusetninga að svo stöddu en þeir sem hafa verið útsettir og eru í sérstakri hættu á að veikjast alvarlega yrðu bólusettir. Ljóst er þó að bóluefnin eru af skornum skammti og staðan sem nú blasir við minnir að mörgu leyti á Covid faraldurinn, þar sem ríku löndin sönkuðu að sér birgðum á kostnað annarra. Það megi ekki gerast aftur, að sögn Hans Kluge, umdæmisstjóra Evrópudeildar WHO. „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir ef við beitum ekki samvinnu og hugsum langt fram í tímann. Ég bið ríkisstjórnir að takast á við apabóluna án þess að endurtaka mistök heimsfaraldursins og hafi sanngirni í kjarna alls þess sem við gerum,“ sagði Kluge. Apabóla Bólusetningar Tengdar fréttir Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. 14. júní 2022 07:01 Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. 13. júní 2022 12:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Sjúkdómurinn sem herjar nú á vestræn ríki á sér áratugalanga sögu en apabólan greindist, líkt og nafnið gefur til kynna, fyrst í öpum árið 1958. Tólf árum síðar, árið 1970, greindist sjúkdómurinn fyrst í barni frá Kongó og frá þeim tíma hefur sjúkdómurinn verið landlægur í Mið- og Vestur-Afríku. Um er að ræða sjúkdóm sem smitast úr dýrum í menn og svipa einkennin til einkenna bólusóttar, þó apabólan sé minna smitandi og sjúklingar með apabólu veikjast yfirleitt ekki jafn alvarlega. Í gegnum árin hafa einstaka tilfelli komið upp utan Afríku, til að mynda í Bandaríkjunum, en þau eru verulega sjaldgæf. Um miðjan maí fór tilkynningum um apabólu utan Afríku þó að fjölga hratt og virðist ekkert lát vera á útbreiðslunni, einna helst í Evrópu þar sem karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum eru aðallega að smitast. Á fimmtudag mun nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar koma saman til að kanna hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi vegna málsins. „Markmið WHO er að styðja lönd til að hefta útbreiðslu og stöðva faraldurinn með sannprófuðum lýðheilsutækjum, þar á meðal eftirliti, smitrakningu og einangrun smitaðra sjúklinga,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, á fundi í vikunni. Of snemmt að segja til um alvarleika veikindanna Algengustu einkennin í upphafi veikinda eru hiti og stækkun eitla en yfirleitt kemur í ljós að um apabólu sé að ræða þegar útbrotin koma fram. Þau byrja sem roðablettir og verða að lokum sár sem mynda hrúður áður en þau gróa, yfirleitt tveimur til fjórum vikum síðar. Mælt er með því að sjúklingar séu í einangrun frá því að síðustu útbrotin hafa gróið. Einstaklingar sem hafa verið í nánu samneyti við einhvern með apabólu skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í að minnsta kosti 21 dag, tímann sem það tekur fyrir einkenni að koma fram eftir smit. Dánarhlutfall í löndum þar sem sjúklingurinn er landlægur er um þrjú til sex prósent þar sem börn og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eru í hættu. Þó enginn hafi enn látist enn sem komið er vegna sjúkdómsins í Evrópu hafa einhverjir verið lagðir inn á spítala vegna annarra fylgikvilla. Alvarleiki sjúkdómsins á enn eftir að koma í ljós. „Þótt fyrstu tilfellin séu hugsanlega væg tekur þróun sjúkdómsins nokkrar vikur og við verðum að fræðast aðeins meira um þetta áður en við verðum afdráttarlaus í mati okkar,“ sagði Catherine Smallwood, yfirmaður hjá Evrópudeild WHO á fimmtudag. Mikilvægt að endurtaka ekki mistök heimsfaraldursins Til eru bóluefni sem vernda gegn apabólu og hefur Evrópusambandið þegar samið um kaup á 110 þúsund skömmtum fyrir meðlimaríki sín, auk Íslands og Noregs. Ekki er talin ástæða né þörf til að grípa til útbreiddra bólusetninga að svo stöddu en þeir sem hafa verið útsettir og eru í sérstakri hættu á að veikjast alvarlega yrðu bólusettir. Ljóst er þó að bóluefnin eru af skornum skammti og staðan sem nú blasir við minnir að mörgu leyti á Covid faraldurinn, þar sem ríku löndin sönkuðu að sér birgðum á kostnað annarra. Það megi ekki gerast aftur, að sögn Hans Kluge, umdæmisstjóra Evrópudeildar WHO. „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir ef við beitum ekki samvinnu og hugsum langt fram í tímann. Ég bið ríkisstjórnir að takast á við apabóluna án þess að endurtaka mistök heimsfaraldursins og hafi sanngirni í kjarna alls þess sem við gerum,“ sagði Kluge.
Apabóla Bólusetningar Tengdar fréttir Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. 14. júní 2022 07:01 Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. 13. júní 2022 12:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29
Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. 14. júní 2022 07:01
Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. 13. júní 2022 12:17