Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2022 14:01 Ingibjörg Sigurðardóttir á ferðinni í leik gegn Hollendingum. Getty Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur fyrir lokaleik stelpnanna okkar á EM Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur fyrir lokaleik stelpnanna okkar á EM Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira