Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2022 09:08 Fjaðrárgljúfur hefur notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna undanfarin ár. UNSPLASH/MARTIN SANCHEZ Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52
Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56
Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17