Segir mikilvægt í huga albönsku konunnar að engin önnur lendi í því sama Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2022 18:16 Claudia Wilson er lögmaður albönsku konunnar. Albönsk kona sem vísað var úr landi á níunda mánuði meðgöngu er létt yfir því að hafa fengið viðurkenningu frá íslenska ríkinu að á réttindum hennar hafi verið brotið. Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt. Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt.
Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39
Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00