Viðskipti með bréf Alvotech hafin á Íslandi Árni Sæberg skrifar 23. júní 2022 10:09 Róbert Wessman er stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Hlutabréf Alvotech verða tekin til viðskipta á Nasdaq First North Growth markaðnum í Reykjavík í dag. Félagið var skráð á markað í Bandaríkjunum fyrir viku síðan en um er að ræða fyrsta félagið sem skráð er á markað hér á landi og vestanhafs samtímis. Í tilefni skráningar félagsins á markað mun Róbert Wessman,, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech hringja lokabjöllu Nasdaq markaðarins í Reykjavík í dag. Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum Alvotech í Vatnsmýrinni að viðstaddri stjórn, starfsfólki og gestum. Sýnt verður beint frá athöfninni í streymi hér á Vísi en hún hefst klukkan 15:15. „Það er okkur mikil ánægja að ljúka fyrstu tvíhliða skráningu íslensks fyrirtækis í Bandaríkjunum og á Íslandi og að hafa náð þessum áfanga aðeins viku eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í New York. Á síðustu 10 árum höfum við fjárfest fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala í fullkominni aðstöðu til að þróa og framleiða líftæknihliðstæðulyf í miklu magni. Þetta gerir því frábæra teymi sem starfar hjá Alvotech nú mögulegt að mæta vaxandi eftirspurn sjúklinga um allan heim eftir ódýrari hliðstæðum við dýr líftæknilyf,“ er haft eftir Róberti í fréttatilkynningu um skráninguna. Félagið var skráð á markað að loknum samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Aquisitions Corp. II, en hluthafar þess samþykktu samrunar á hluthafafundi þann 7. júní síðastliðinn. Alvotech hefur þegar samið um aðgengi að fjármögnun til mæta útflæði vegna innlausnar Oaktree Acquisition Corp. II til hluthafa. Kauphöllin Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. 7. júní 2022 23:37 Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. 3. júní 2022 07:57 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Í tilefni skráningar félagsins á markað mun Róbert Wessman,, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech hringja lokabjöllu Nasdaq markaðarins í Reykjavík í dag. Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum Alvotech í Vatnsmýrinni að viðstaddri stjórn, starfsfólki og gestum. Sýnt verður beint frá athöfninni í streymi hér á Vísi en hún hefst klukkan 15:15. „Það er okkur mikil ánægja að ljúka fyrstu tvíhliða skráningu íslensks fyrirtækis í Bandaríkjunum og á Íslandi og að hafa náð þessum áfanga aðeins viku eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í New York. Á síðustu 10 árum höfum við fjárfest fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala í fullkominni aðstöðu til að þróa og framleiða líftæknihliðstæðulyf í miklu magni. Þetta gerir því frábæra teymi sem starfar hjá Alvotech nú mögulegt að mæta vaxandi eftirspurn sjúklinga um allan heim eftir ódýrari hliðstæðum við dýr líftæknilyf,“ er haft eftir Róberti í fréttatilkynningu um skráninguna. Félagið var skráð á markað að loknum samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Aquisitions Corp. II, en hluthafar þess samþykktu samrunar á hluthafafundi þann 7. júní síðastliðinn. Alvotech hefur þegar samið um aðgengi að fjármögnun til mæta útflæði vegna innlausnar Oaktree Acquisition Corp. II til hluthafa.
Kauphöllin Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. 7. júní 2022 23:37 Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. 3. júní 2022 07:57 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. 7. júní 2022 23:37
Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. 3. júní 2022 07:57
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent