Gaf mikið að sjá íslensku skrúðgönguna og ein úr henni komst í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 14:01 Þúsundir Íslendinga ferðuðust til Hollands og sáu íslenska landsliðið á EM 2017. Víkingaklappið var að sjálfsögðu tekið í stúkunni. Getty/Maja Hitij Harpa Þorsteinsdóttir segir aðra stemningu í kringum íslenska landsliðið í fótbolta fyrir EM kvenna í Englandi í næsta mánuði heldur en var fyrir síðasta stórmót, EM í Hollandi 2017. Þetta sagði Harpa í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Harpa var aðalframherji íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2017 en rétt náði lokamótinu eftir að hafa eignast barn fimm mánuðum fyrir mótið. Hún sagðist klárlega hafa fundið fyrir þeim mikla stuðningi og áhuga sem var á íslenska liðinu á EM 2017 en þúsundir Íslendinga fylgdu liðinu á mótið. Ísland tapaði hins vegar öllum þremur leikjum sínum og skoraði aðeins eitt mark. „Upplifunin er auðvitað allt önnur þegar maður er í ákveðnu „zone-i“ sem leikmaður, en mér finnst það samt vera þannig að það er önnur stemning í kringum liðið núna. Þó það hafi verið frábær stuðningur þá vissi maður að prógrammið væri erfiðara og svona,“ sagði Harpa. Veifaði rútunni og er núna í landsliðinu „En þetta er samt geggjað og þetta var ótrúlega vel heppnað mót 2017, umgjörðin alveg geggjuð, og allt upp á tíu. Ég man þegar við sátum í rútunni og keyrðum framhjá skrúðgöngu sem var á leið á völlinn. Bara allir íslensku stuðningsmennirnir og maður var eitthvað að veifa. Þetta gaf manni rosalega mikið,“ sagði Harpa en þær Sonný Lára Þráinsdóttir, sem einnig var sérfræðingur í þættinum í gær, voru báðar í rútunni. „Svo er svolítið fyndið að Áslaug Munda var í viðtali um daginn að tala um þegar rútan keyrði framhjá og hún vinkaði ykkur á torginu. Svo er hún bara mætt nokkrum árum síðar. Þetta er svo geggjað,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við. Áslaug Munda er í 23 manna EM-hópi Íslands sem heldur af landi brott eftir opna æfingu með stuðningsmönnum á laugardaginn klukkan 11 á Laugardalsvelli. Klippa: Bestu mörkin - Reynsla af stórmóti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Sjá meira
Þetta sagði Harpa í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Harpa var aðalframherji íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2017 en rétt náði lokamótinu eftir að hafa eignast barn fimm mánuðum fyrir mótið. Hún sagðist klárlega hafa fundið fyrir þeim mikla stuðningi og áhuga sem var á íslenska liðinu á EM 2017 en þúsundir Íslendinga fylgdu liðinu á mótið. Ísland tapaði hins vegar öllum þremur leikjum sínum og skoraði aðeins eitt mark. „Upplifunin er auðvitað allt önnur þegar maður er í ákveðnu „zone-i“ sem leikmaður, en mér finnst það samt vera þannig að það er önnur stemning í kringum liðið núna. Þó það hafi verið frábær stuðningur þá vissi maður að prógrammið væri erfiðara og svona,“ sagði Harpa. Veifaði rútunni og er núna í landsliðinu „En þetta er samt geggjað og þetta var ótrúlega vel heppnað mót 2017, umgjörðin alveg geggjuð, og allt upp á tíu. Ég man þegar við sátum í rútunni og keyrðum framhjá skrúðgöngu sem var á leið á völlinn. Bara allir íslensku stuðningsmennirnir og maður var eitthvað að veifa. Þetta gaf manni rosalega mikið,“ sagði Harpa en þær Sonný Lára Þráinsdóttir, sem einnig var sérfræðingur í þættinum í gær, voru báðar í rútunni. „Svo er svolítið fyndið að Áslaug Munda var í viðtali um daginn að tala um þegar rútan keyrði framhjá og hún vinkaði ykkur á torginu. Svo er hún bara mætt nokkrum árum síðar. Þetta er svo geggjað,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við. Áslaug Munda er í 23 manna EM-hópi Íslands sem heldur af landi brott eftir opna æfingu með stuðningsmönnum á laugardaginn klukkan 11 á Laugardalsvelli. Klippa: Bestu mörkin - Reynsla af stórmóti
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Sjá meira