„Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir var fljót að komast af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember og náði að spila með liði Lyon áður en leiktíðinni lauk. Hún er í líklegu byrjunarliði Íslands á EM að mati sérfræðinga Bestu markanna. Puma.com Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki verið í byrjunarliði í fótboltaleik síðan í mars árið 2021 en sérfræðingar Bestu markanna telja engu að síður að hún verði í byrjunarliði Íslands á EM í Englandi. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar spáðu í spilin varðandi það hvaða byrjunarlið Þorsteinn Halldórsson mun reiða sig á í Englandi í næsta mánuði, í sérstakri EM-útgáfu Bestu markanna á Stöð 2 Sport. Þær telja að Sara, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verði allar saman á miðju íslenska liðsins, en að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir færist út á vinstri kant til að rýma fyrir Söru. Sara, sem var fyrirliði landsliðsins áður en hún varð ólétt og eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, var síðast í byrjunarliði Íslands þegar liðið tryggði sig inn á EM með sigri gegn Ungverjalandi undir lok árs 2020. Líklegt byrjunarlið Íslands á EM, að mati sérfræðinga Bestu markanna.Stöð 2 Sport „Sara Björk missti náttúrulega helling úr, nýbúin að eignast barn, en við reiknum með henni,“ sagði Helena og Harpa Þorsteinsdóttir tók undir: „Ég vona að hún sé á þeim stað að geta spilað sem mest vegna þess að þetta er okkar allra sterkasta miðja. Ég myndi segja að þetta sé mjög „solid“ miðja á svona móti, við erum náttúrulega svolítið varnarsinnaðar svona en við þurfum að vera það. Það kæmi mér ekki á óvart að hann [Þorsteinn landsliðsþjálfari] róteri þarna og velji hvenær hann ætlar að keyra á Söru og hvenær ekki,“ sagði Harpa og bætti við: „Ef að ég væri Steini þá myndi ég alltaf vilja byrja með Söru inn á. Sara er ekki beint svona „super-sub“. Hún kemur ekkert inn á og breytir endilega leik. Hún er bara ofboðslega „solid“ í því sem hún gerir og við þurfum að byrja þessa leiki vel, og halda skipulagi sem best. Hún er líka með reynslu af stóra liðinu, að spila svona leiki fyrir framan fulla velli, og það telur rosalega mikið. Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún.“ Klippa: Bestu mörkin - Líklegt byrjunarlið á EM Sérfræðingarnir spá því þannig að Agla María Albertsdóttir verði á varamannabekknum en Sveindís Jane Jónsdóttir á sínum stað á hægri kanti og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fremst. Telur að Áslaug Munda komi mögulega í stað Hallberu Í vörninni spá sérfræðingarnir í Bestu mörkunum því að Guðný Árnadóttir verði í stöðu hægri bakvarðar, þó að einhver óvissa ríki um hana vegna meiðsla, og að Hallbera Guðný Gísladóttir verði vinstri bakvörður. Sonný Lára Þráinsdóttir benti þó á að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir veitti Hallberu harða samkeppni, nú þegar hún hefur náð sér af sínum höfuðmeiðslum. Tuesday training at the Reykjavík National stadium. #dóttir pic.twitter.com/Hw0YChYSbd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 21, 2022 „Miðað við hvernig hún [Áslaug Munda] var að spila síðustu leiki fyrir pásu þá kæmi mér heldur ekki á óvart að hún myndi starta sem vinstri bakvörður,“ sagði Sonný. Sandra Sigurðardóttir verður valin fram yfir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í markið, að mati sérfræðinganna, og Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mynda væntanlega áfram aðalmiðvarðapar liðsins. „Glódís er náttúrulega aldrei spurningamerki en einhvern veginn hefur Guðrún laumast þarna inn,“ sagði Helena en Ingibjörg Sigurðardóttir var áður makker Glódísar í vörninni og Sif Atladóttir er einnig til taks sem miðvörður. „Hún [Guðrún] greip sénsinn og hefur haldið vel á sínum spilum. Það er engin ástæða til að taka út leikmann á meðan hann spilar svona vel,“ sagði Mist. „Það er líka svo gott „chemistry“ á milli þeirra og óþarfi að taka neina áhættu með það,“ sagði Harpa. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar spáðu í spilin varðandi það hvaða byrjunarlið Þorsteinn Halldórsson mun reiða sig á í Englandi í næsta mánuði, í sérstakri EM-útgáfu Bestu markanna á Stöð 2 Sport. Þær telja að Sara, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verði allar saman á miðju íslenska liðsins, en að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir færist út á vinstri kant til að rýma fyrir Söru. Sara, sem var fyrirliði landsliðsins áður en hún varð ólétt og eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, var síðast í byrjunarliði Íslands þegar liðið tryggði sig inn á EM með sigri gegn Ungverjalandi undir lok árs 2020. Líklegt byrjunarlið Íslands á EM, að mati sérfræðinga Bestu markanna.Stöð 2 Sport „Sara Björk missti náttúrulega helling úr, nýbúin að eignast barn, en við reiknum með henni,“ sagði Helena og Harpa Þorsteinsdóttir tók undir: „Ég vona að hún sé á þeim stað að geta spilað sem mest vegna þess að þetta er okkar allra sterkasta miðja. Ég myndi segja að þetta sé mjög „solid“ miðja á svona móti, við erum náttúrulega svolítið varnarsinnaðar svona en við þurfum að vera það. Það kæmi mér ekki á óvart að hann [Þorsteinn landsliðsþjálfari] róteri þarna og velji hvenær hann ætlar að keyra á Söru og hvenær ekki,“ sagði Harpa og bætti við: „Ef að ég væri Steini þá myndi ég alltaf vilja byrja með Söru inn á. Sara er ekki beint svona „super-sub“. Hún kemur ekkert inn á og breytir endilega leik. Hún er bara ofboðslega „solid“ í því sem hún gerir og við þurfum að byrja þessa leiki vel, og halda skipulagi sem best. Hún er líka með reynslu af stóra liðinu, að spila svona leiki fyrir framan fulla velli, og það telur rosalega mikið. Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún.“ Klippa: Bestu mörkin - Líklegt byrjunarlið á EM Sérfræðingarnir spá því þannig að Agla María Albertsdóttir verði á varamannabekknum en Sveindís Jane Jónsdóttir á sínum stað á hægri kanti og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fremst. Telur að Áslaug Munda komi mögulega í stað Hallberu Í vörninni spá sérfræðingarnir í Bestu mörkunum því að Guðný Árnadóttir verði í stöðu hægri bakvarðar, þó að einhver óvissa ríki um hana vegna meiðsla, og að Hallbera Guðný Gísladóttir verði vinstri bakvörður. Sonný Lára Þráinsdóttir benti þó á að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir veitti Hallberu harða samkeppni, nú þegar hún hefur náð sér af sínum höfuðmeiðslum. Tuesday training at the Reykjavík National stadium. #dóttir pic.twitter.com/Hw0YChYSbd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 21, 2022 „Miðað við hvernig hún [Áslaug Munda] var að spila síðustu leiki fyrir pásu þá kæmi mér heldur ekki á óvart að hún myndi starta sem vinstri bakvörður,“ sagði Sonný. Sandra Sigurðardóttir verður valin fram yfir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í markið, að mati sérfræðinganna, og Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mynda væntanlega áfram aðalmiðvarðapar liðsins. „Glódís er náttúrulega aldrei spurningamerki en einhvern veginn hefur Guðrún laumast þarna inn,“ sagði Helena en Ingibjörg Sigurðardóttir var áður makker Glódísar í vörninni og Sif Atladóttir er einnig til taks sem miðvörður. „Hún [Guðrún] greip sénsinn og hefur haldið vel á sínum spilum. Það er engin ástæða til að taka út leikmann á meðan hann spilar svona vel,“ sagði Mist. „Það er líka svo gott „chemistry“ á milli þeirra og óþarfi að taka neina áhættu með það,“ sagði Harpa.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira