Stuðningsmannaklúbbur Englandsmeistara Manchester City á Íslandi og knattspyrnufélagið Fram hafa tekið höndum saman og bikarinn verður til sýnis í nýjum húsakynnum Fram í kvöld. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Fram, en félagið opnaði nýja og glæsilega íþróttamiðstöð á dögunum.
Eins og kemur fram í tilkynningu Fram verður bikarinn til sýnis í kvöld, 24. júní, á milli klukkan 19:00 og 21:00.
Viðburðurinn verður opinn öllum almenningi og áhugasamir eiga möguleika á því að fá mynd af sér með bikarnum fræga.