„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 10:31 Sara Björk Gunnarsdóttir með nýju treyjuna sína en hún verður númer 77 hjá Juventus. Instagram/@sarabjork90 „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. Sara gat valið úr tilboðum frá félagsliðum í fremstu röð í heiminum eftir að hún varð samningslaus hjá Evrópumeisturum Lyon nú í sumar. Meðal annars stóð til boða að semja við tvö bestu lið Englands; Chelsea og Arsenal, en einnig að halda kyrru fyrir í Frakklandi. Hafnaði Chelsea, Arsenal og PSG „Þetta fór ekkert rosalega langt varðandi Real Madrid en ég var í miklum samræðum við önnur lið. Þetta var spurning um Chelsea, Arsenal, PSG eða Juve. Á endanum ákvað ég að hvað heildarmyndina varðaði væri Juve besta ákvörðunin fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Sara sem fékk að skreppa í sólarhring úr æfingabúðum landsliðsins hér á landi til Tórínó til að ganga frá málum hjá Juventus en snýr aftur til Íslands í dag. „Mér finnst ítalska deildin vera spennandi. Liðið sjálft, Juve, er frábært lið með frábærum leikmönnum sem orðið hafa ítalskir meistarar fimm sinnum í röð. Velgengnin í Meistaradeildinni hefur líka sífellt aukist og við spiluðum einmitt við þær núna í 8-liða úrslitum og maður heillaðist þar af liðinu,“ segir Sara. Lyon vann þó einvígið við Juventus að lokum, samtals 4-3, og varð svo á endanum Evrópumeistari. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women#FANTA5TIC (@juventuswomen) Mikilvægt að klára málin sem fyrst Sara mætir mörgum af sínum verðandi liðsfélögum á EM því þar mætast Ísland og Ítalía í leik 14. júlí. „Það er spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM,“ grínast Sara hlæjandi og bætir við: „Já, þetta verður skrýtið. Það eru 8-9 landsliðskonur Ítalíu í Juventus og ætli ég sjái þær ekki í fyrsta skipti á EM.“ Cristiana Girelli er markahæst í ítalska landsliðshópnum sem Ísland mætir á EM og ein af verðandi liðsfélögum Söru hjá Juve. Hér er henni fagnað eftir mark í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Lyon, liði Söru, í vor. Lyon vann þó einvígið að lokum, 4-3.Getty/Chris Ricci Sara segir það hafa skipt sig máli að vera búin að semja við nýtt félag á góðum tíma fyrir Evrópumótið sem hefst í Englandi í næsta mánuði: „Ég fékk leyfi hjá Steina [Þorsteini landsliðsþjálfara] til að skjótast hingað út til Tórínó í gær og klára mál fyrir EM. Nú get ég svo sett fullan fókus á EM. Mér fannst, líka gagnvart fjölskyldunni, mikilvægt að vera með þessa hluti klára sem fyrst. Það skapar líka ákveðið öryggi fyrir mig, að vera ekki að spila samningslaus,“ segir Sara en þau Árni Vilhjálmsson urðu foreldrar í nóvember þegar sonurinn Ragnar Frank fæddist. Forgangsatriði hvernig félagið tæki barnafólki „Ég er náttúrulega með barn og við erum með fjölskyldu núna, og það er forgangsatriði sem ég vildi einblína á: hvernig klúbburinn tæki í það að ég væri með barn og hvernig stuðning ég myndi fá. Juve er með allt til staðar og ég fékk að vita að það væri minnsta mál að ég væri með barn og öllu yrði reddað sem þyrfti að redda. Það væri engin fyrirhöfn. Þessi heildarmynd heillaði mig,“ segir Sara sem hefur áður talað um að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún vonaðist eftir hjá Lyon. „Ég fékk ekki þann stuðning sem ég þurfti á að halda og er mjög ósátt við hvernig hlutirnir voru þar,“ segir Sara en vill þó ekki fara nánar út í það. Hjá Juventus virðist hins vegar allt til alls til að hún geti notið sín í botn að minnsta kosti næstu tvö árin: „Það skiptir líka miklu máli hvað þjálfarinn, Joe [Ástralinn Joseph Montemurro], er búinn að gera ótrúlega flotta hluti með liðið. Ég hef heyrt að hann sé ótrúlega góður þjálfari. Heildarpakkinn hérna leit einfaldlega mjög vel út. Ég skoðaði allt og hér eru algjörar toppaðstæður. Það er búið að fjárfesta mikið í liðinu frá því að Juventus ákvað að stofna kvennalið fyrir fimm árum, þetta er auðvitað risaklúbbur, og þróunin hefur verið svakaleg hér á stuttum tíma. Þetta er eitthvað sem ég vildi vera hluti af.“ Ítalski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sara gat valið úr tilboðum frá félagsliðum í fremstu röð í heiminum eftir að hún varð samningslaus hjá Evrópumeisturum Lyon nú í sumar. Meðal annars stóð til boða að semja við tvö bestu lið Englands; Chelsea og Arsenal, en einnig að halda kyrru fyrir í Frakklandi. Hafnaði Chelsea, Arsenal og PSG „Þetta fór ekkert rosalega langt varðandi Real Madrid en ég var í miklum samræðum við önnur lið. Þetta var spurning um Chelsea, Arsenal, PSG eða Juve. Á endanum ákvað ég að hvað heildarmyndina varðaði væri Juve besta ákvörðunin fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Sara sem fékk að skreppa í sólarhring úr æfingabúðum landsliðsins hér á landi til Tórínó til að ganga frá málum hjá Juventus en snýr aftur til Íslands í dag. „Mér finnst ítalska deildin vera spennandi. Liðið sjálft, Juve, er frábært lið með frábærum leikmönnum sem orðið hafa ítalskir meistarar fimm sinnum í röð. Velgengnin í Meistaradeildinni hefur líka sífellt aukist og við spiluðum einmitt við þær núna í 8-liða úrslitum og maður heillaðist þar af liðinu,“ segir Sara. Lyon vann þó einvígið við Juventus að lokum, samtals 4-3, og varð svo á endanum Evrópumeistari. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women#FANTA5TIC (@juventuswomen) Mikilvægt að klára málin sem fyrst Sara mætir mörgum af sínum verðandi liðsfélögum á EM því þar mætast Ísland og Ítalía í leik 14. júlí. „Það er spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM,“ grínast Sara hlæjandi og bætir við: „Já, þetta verður skrýtið. Það eru 8-9 landsliðskonur Ítalíu í Juventus og ætli ég sjái þær ekki í fyrsta skipti á EM.“ Cristiana Girelli er markahæst í ítalska landsliðshópnum sem Ísland mætir á EM og ein af verðandi liðsfélögum Söru hjá Juve. Hér er henni fagnað eftir mark í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Lyon, liði Söru, í vor. Lyon vann þó einvígið að lokum, 4-3.Getty/Chris Ricci Sara segir það hafa skipt sig máli að vera búin að semja við nýtt félag á góðum tíma fyrir Evrópumótið sem hefst í Englandi í næsta mánuði: „Ég fékk leyfi hjá Steina [Þorsteini landsliðsþjálfara] til að skjótast hingað út til Tórínó í gær og klára mál fyrir EM. Nú get ég svo sett fullan fókus á EM. Mér fannst, líka gagnvart fjölskyldunni, mikilvægt að vera með þessa hluti klára sem fyrst. Það skapar líka ákveðið öryggi fyrir mig, að vera ekki að spila samningslaus,“ segir Sara en þau Árni Vilhjálmsson urðu foreldrar í nóvember þegar sonurinn Ragnar Frank fæddist. Forgangsatriði hvernig félagið tæki barnafólki „Ég er náttúrulega með barn og við erum með fjölskyldu núna, og það er forgangsatriði sem ég vildi einblína á: hvernig klúbburinn tæki í það að ég væri með barn og hvernig stuðning ég myndi fá. Juve er með allt til staðar og ég fékk að vita að það væri minnsta mál að ég væri með barn og öllu yrði reddað sem þyrfti að redda. Það væri engin fyrirhöfn. Þessi heildarmynd heillaði mig,“ segir Sara sem hefur áður talað um að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún vonaðist eftir hjá Lyon. „Ég fékk ekki þann stuðning sem ég þurfti á að halda og er mjög ósátt við hvernig hlutirnir voru þar,“ segir Sara en vill þó ekki fara nánar út í það. Hjá Juventus virðist hins vegar allt til alls til að hún geti notið sín í botn að minnsta kosti næstu tvö árin: „Það skiptir líka miklu máli hvað þjálfarinn, Joe [Ástralinn Joseph Montemurro], er búinn að gera ótrúlega flotta hluti með liðið. Ég hef heyrt að hann sé ótrúlega góður þjálfari. Heildarpakkinn hérna leit einfaldlega mjög vel út. Ég skoðaði allt og hér eru algjörar toppaðstæður. Það er búið að fjárfesta mikið í liðinu frá því að Juventus ákvað að stofna kvennalið fyrir fimm árum, þetta er auðvitað risaklúbbur, og þróunin hefur verið svakaleg hér á stuttum tíma. Þetta er eitthvað sem ég vildi vera hluti af.“
Ítalski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira