Úkraínski herinn hörfar frá Sieveródonetsk Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júní 2022 15:25 Úkraínskum hermönnum í Sieveródonetsk hefur verið skipað að hörfa úr borginni. EPA/Oleksandr Ratushniak Eftir margra vikna hernaðarátök hefur úkraínski herinn ákveðið að hörfa frá Sieveródonetsk í Lúhansk-héraði til að forða því að verða umkringdur af Rússum. Héraðsstjóri Lúhansk-héraðs segir ekkert þýða að að halda kyrru fyrir í borginni og því hafi úkraínska hernum verið skipað að hörfa. Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira