Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júní 2022 16:55 Höfuðstöðvar Símans og Mílu í Ármúla. Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnun, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar segir að Síminn hafi framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hafi ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitinu nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar. Sýn hafði áður krafist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Fjarskipti Dómsmál Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnun, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar segir að Síminn hafi framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hafi ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitinu nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar. Sýn hafði áður krafist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Fjarskipti Dómsmál Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04