Sara er spennt fyrir uppbyggingunni hjá Juve: „Eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. júní 2022 20:30 Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við ítalska stórliðið Juventus í dag. Filippo Alfero - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Landsliðskonana Sara Björk Gunnarsdóttir samdi í morgun við ítalska stórliðið Juventus til tveggja ára. Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus
Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30
„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31
Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16