Þá fjöllum við áfram um sögulegan viðsnúning Hæstaréttar Bandaríkjanna á rétti til þungunarrofs. Þingmaður Viðreisnar segir dóminn stórhættulegan og geta haft afleiðingar utan Bandaríkjanna. Hann sé áminning um að standa þurfi vörð um réttindin hér heima á Íslandi.
Við ræðum einnig við oddvita Framsóknarflokksins í borginni, sem segir vont að nýjar vendingar í framkvæmdamálum á Reykjavíkurflugvelli fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi.
Þá segjum við frá sérstökum skógræktardegi við Úlfarsfell í dag og merkum fornminjafundi í Mexíkó.