Hjólagarpurinn Þorsteinn heiðraður Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 16:07 Forseti Íslands var meðal þeirra sem heiðruðu Þorstein. Aðsend/UMFÍ Borgnesingurinn og hjólagarpurinn Þorsteinn Eyþórsson var heiðraður við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þorsteinn hjólaði Vestfjarðahringinn svokallaða í sumar til styrktar Píetasamtökunum en hann missti tengdason sinn fyrir nokkru og vildi hann styrkja samtökin. Píetasamtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Þorsteinn er vanur því að hjóla langar vegalengdir en hann hefur til að mynda hjólað hringinn um landið. Hann sagði Vestfjarðahringinn hafa verið erfiðan viðfangs. Hringurinn er 755 kíllómetra langur og áætlaði hann að vera 12 daga á leiðinni. Þeir urðu færri. Árið 2015 hjólaði Þorsteinn Snæfellshringinn og árið eftir hringinn í kringum landið. Þá safnaði hann til styrktar ADHD samtökunum. Þorsteinn kom hjólandi inn á setninguna sem fór fram í Hjálmakletti í fullum hjólagalla í gær og vakti gríðarlega athygli. Þorsteinn veigrar sér ekki við því að hjóla innandyra, ekkert frekar en að hjóla mörg hundruð kílómetra.Aðsend/UMFÍ Allt gott að frétta úr Borgarnesi Annar er allt gott að frétta úr Borgarnesi þar sem Landsmót UMFÍ 50+ er haldið um helgina, að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ. Þar er keppt í fjölda greina fyrir fimmtíu ára og eldri. Jafnframt er líka opið í greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Mótið hófst með fjölmennri keppni í boccía á föstudag, skák, ringó og götuhlaupi sem allir sem vildu gátu tekið þátt. Í dag hófst dagurinn með keppni í bridge, sundi og heldur svo áfram með keppni í frjálsum, golfi, knattspyrnu og fleiri greinum. Mótinu líkur á morgun. Guðni Th. Jóhannesson var gestur við setningu mótsins og hélt þar áhrifamikið ávarp um mikilvægi lýðheilsu. Forseti Íslands sagði viðstöddum að hann keppti alltaf við ljósastaura þegar hann fer út að hlaupa.Aðsend/UMFÍ „Við erum í vanda við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að því fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,“ sagði hann. Þá sagðist hann njóta þess mjög að fara út að hlaupa þótt hann viti að hann muni ekki ná sama tíma í almenningshlaupum og þegar hann var yngri. „Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað þá finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldir og kominn með smá bumbu, ég hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,“ sagði forsetinn. Geðheilbrigði Borgarbyggð Eldri borgarar Forseti Íslands Hjólreiðar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Þorsteinn er vanur því að hjóla langar vegalengdir en hann hefur til að mynda hjólað hringinn um landið. Hann sagði Vestfjarðahringinn hafa verið erfiðan viðfangs. Hringurinn er 755 kíllómetra langur og áætlaði hann að vera 12 daga á leiðinni. Þeir urðu færri. Árið 2015 hjólaði Þorsteinn Snæfellshringinn og árið eftir hringinn í kringum landið. Þá safnaði hann til styrktar ADHD samtökunum. Þorsteinn kom hjólandi inn á setninguna sem fór fram í Hjálmakletti í fullum hjólagalla í gær og vakti gríðarlega athygli. Þorsteinn veigrar sér ekki við því að hjóla innandyra, ekkert frekar en að hjóla mörg hundruð kílómetra.Aðsend/UMFÍ Allt gott að frétta úr Borgarnesi Annar er allt gott að frétta úr Borgarnesi þar sem Landsmót UMFÍ 50+ er haldið um helgina, að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ. Þar er keppt í fjölda greina fyrir fimmtíu ára og eldri. Jafnframt er líka opið í greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Mótið hófst með fjölmennri keppni í boccía á föstudag, skák, ringó og götuhlaupi sem allir sem vildu gátu tekið þátt. Í dag hófst dagurinn með keppni í bridge, sundi og heldur svo áfram með keppni í frjálsum, golfi, knattspyrnu og fleiri greinum. Mótinu líkur á morgun. Guðni Th. Jóhannesson var gestur við setningu mótsins og hélt þar áhrifamikið ávarp um mikilvægi lýðheilsu. Forseti Íslands sagði viðstöddum að hann keppti alltaf við ljósastaura þegar hann fer út að hlaupa.Aðsend/UMFÍ „Við erum í vanda við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að því fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,“ sagði hann. Þá sagðist hann njóta þess mjög að fara út að hlaupa þótt hann viti að hann muni ekki ná sama tíma í almenningshlaupum og þegar hann var yngri. „Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað þá finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldir og kominn með smá bumbu, ég hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,“ sagði forsetinn.
Geðheilbrigði Borgarbyggð Eldri borgarar Forseti Íslands Hjólreiðar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira