Hjólagarpurinn Þorsteinn heiðraður Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 16:07 Forseti Íslands var meðal þeirra sem heiðruðu Þorstein. Aðsend/UMFÍ Borgnesingurinn og hjólagarpurinn Þorsteinn Eyþórsson var heiðraður við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þorsteinn hjólaði Vestfjarðahringinn svokallaða í sumar til styrktar Píetasamtökunum en hann missti tengdason sinn fyrir nokkru og vildi hann styrkja samtökin. Píetasamtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Þorsteinn er vanur því að hjóla langar vegalengdir en hann hefur til að mynda hjólað hringinn um landið. Hann sagði Vestfjarðahringinn hafa verið erfiðan viðfangs. Hringurinn er 755 kíllómetra langur og áætlaði hann að vera 12 daga á leiðinni. Þeir urðu færri. Árið 2015 hjólaði Þorsteinn Snæfellshringinn og árið eftir hringinn í kringum landið. Þá safnaði hann til styrktar ADHD samtökunum. Þorsteinn kom hjólandi inn á setninguna sem fór fram í Hjálmakletti í fullum hjólagalla í gær og vakti gríðarlega athygli. Þorsteinn veigrar sér ekki við því að hjóla innandyra, ekkert frekar en að hjóla mörg hundruð kílómetra.Aðsend/UMFÍ Allt gott að frétta úr Borgarnesi Annar er allt gott að frétta úr Borgarnesi þar sem Landsmót UMFÍ 50+ er haldið um helgina, að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ. Þar er keppt í fjölda greina fyrir fimmtíu ára og eldri. Jafnframt er líka opið í greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Mótið hófst með fjölmennri keppni í boccía á föstudag, skák, ringó og götuhlaupi sem allir sem vildu gátu tekið þátt. Í dag hófst dagurinn með keppni í bridge, sundi og heldur svo áfram með keppni í frjálsum, golfi, knattspyrnu og fleiri greinum. Mótinu líkur á morgun. Guðni Th. Jóhannesson var gestur við setningu mótsins og hélt þar áhrifamikið ávarp um mikilvægi lýðheilsu. Forseti Íslands sagði viðstöddum að hann keppti alltaf við ljósastaura þegar hann fer út að hlaupa.Aðsend/UMFÍ „Við erum í vanda við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að því fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,“ sagði hann. Þá sagðist hann njóta þess mjög að fara út að hlaupa þótt hann viti að hann muni ekki ná sama tíma í almenningshlaupum og þegar hann var yngri. „Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað þá finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldir og kominn með smá bumbu, ég hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,“ sagði forsetinn. Geðheilbrigði Borgarbyggð Eldri borgarar Forseti Íslands Hjólreiðar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þorsteinn er vanur því að hjóla langar vegalengdir en hann hefur til að mynda hjólað hringinn um landið. Hann sagði Vestfjarðahringinn hafa verið erfiðan viðfangs. Hringurinn er 755 kíllómetra langur og áætlaði hann að vera 12 daga á leiðinni. Þeir urðu færri. Árið 2015 hjólaði Þorsteinn Snæfellshringinn og árið eftir hringinn í kringum landið. Þá safnaði hann til styrktar ADHD samtökunum. Þorsteinn kom hjólandi inn á setninguna sem fór fram í Hjálmakletti í fullum hjólagalla í gær og vakti gríðarlega athygli. Þorsteinn veigrar sér ekki við því að hjóla innandyra, ekkert frekar en að hjóla mörg hundruð kílómetra.Aðsend/UMFÍ Allt gott að frétta úr Borgarnesi Annar er allt gott að frétta úr Borgarnesi þar sem Landsmót UMFÍ 50+ er haldið um helgina, að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ. Þar er keppt í fjölda greina fyrir fimmtíu ára og eldri. Jafnframt er líka opið í greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Mótið hófst með fjölmennri keppni í boccía á föstudag, skák, ringó og götuhlaupi sem allir sem vildu gátu tekið þátt. Í dag hófst dagurinn með keppni í bridge, sundi og heldur svo áfram með keppni í frjálsum, golfi, knattspyrnu og fleiri greinum. Mótinu líkur á morgun. Guðni Th. Jóhannesson var gestur við setningu mótsins og hélt þar áhrifamikið ávarp um mikilvægi lýðheilsu. Forseti Íslands sagði viðstöddum að hann keppti alltaf við ljósastaura þegar hann fer út að hlaupa.Aðsend/UMFÍ „Við erum í vanda við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að því fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,“ sagði hann. Þá sagðist hann njóta þess mjög að fara út að hlaupa þótt hann viti að hann muni ekki ná sama tíma í almenningshlaupum og þegar hann var yngri. „Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað þá finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldir og kominn með smá bumbu, ég hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,“ sagði forsetinn.
Geðheilbrigði Borgarbyggð Eldri borgarar Forseti Íslands Hjólreiðar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira