Íslendingar of óþolinmóðir gagnvart erlendum hreim Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 12:16 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Prófessor í íslensku hvetur Íslendinga til að sýna útlendingum sem tala ófullkomna íslensku eða íslensku með sterkum hreim þolinmæði. Hann var ánægður með ávarp fjallkonunnar í ár sem flutti íslenskt ljóð á þjóðhátíðardaginn með sterkum pólskum hreim. Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni. Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni.
Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira