Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 28. júní 2022 08:58 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á leiðtogafundi í Madríd í dag að bandalagið liti ekki á Kínverja sem andstæðinga sína en þau væru áhyggjufull yfir sterkum tengslum milli Kínverja og Rússa. AP Photo/Bernat Armangue Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður NATO Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira