Þá segjum við frá áformum um margföldun á afköstum Íslendinga í kolefnisförgun en til stendur að byggja nýja verksmiðju á Hellisheiði auk þess sem Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja kolefnisförgun á Þeistareykjum.
Einnig fjöllum við um leiðtogafund Nató sem hefst í Madríd á morgun og segjum frá rafknúnum farþegahjólum sem hafa vakið mikla lukku hjá fólki með fötlun í Hafnarfirði.