Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2022 18:39 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í nóvember. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag. Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40