Alls seldust yfir 34 þúsund miðar á leikinn, en það er nýtt aðsóknaramet á knattspyrnuleik kvenna í Svíþjóð. Aðsóknarmet á kvennaleiki hafa fallið vítt og breytt um Evrópu undanfarið, til að mynda þegar yfir 90 þúsund manns fylgdust með Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg spila gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.
34000 tickets are sold for the game at Friends Arena in Stockholm between Sweden and Brazil tomorrow night. Incoming record in attendance in Swedish women’s football? YES
— Mia Eriksson (@mia_eriksson) June 27, 2022
Það var Debinha sem kom brasilíska liðinu í forystu með marki á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Fernanda Palermo.
Johanna Rytting Kaneryd jafnaði hins vegar metin fyrir heimakonur á 65. mínútu áður en Lina Hurtig breytti stöðunni í 2-1 aðeins tveimur mínútum síðar eftir undirbúning Jonna Andersson. Stina Blackstenius skoraði svo þriðja mark Svía á lokamínútum leiksins og þar við sat.