Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2022 07:00 Hans Jakob Pálsson, Kristján Þorsteinsson og Sævar Pétursson voru þvingaðir af blaðamanni til að stilla sér upp á einni mynd á milli verka. Þeir áttu enn nokkuð verk óunnið en höfðu engar áhyggjur af því enda vanir menn. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta. Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta.
Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira