Innlent

Óviðræðuhæfur maður vistaður í fangageymslu eftir að hafa reynt að sparka í lögreglumenn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði afskipti af ökumanni vegna nagladekkja en sá reyndist án ökuréttinda. 
Lögregla hafði afskipti af ökumanni vegna nagladekkja en sá reyndist án ökuréttinda.  Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær vegna slagsmála, eignaspjalla og fleiri brota en þegar flytja átti manninn á lögreglustöð freistaði hann þess að sparka í lögreglumenn. Maðurinn gistir fangageymslur þar til hann verður viðræðuhæfur, segir í dagbók lögreglunnar.

Einn var handtekinn vegna heimilisofbeldis í gær og þá bárust lögreglu tvær tilkynningar um þjófnað.

Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem eldur kom upp í bifreið, sem var fjarlægð með dráttarbifreið að slökkvistarfi loknu. 

Að minnsta kosti þrír voru handteknir vegna gruns um ölvun við akstur en einn þeirra hafði verið valdur að umferðaróhappi. Sá mun gista fangageymslur þar til hann verður skýrsluhæfur.

Einn var fluttur á Landspítala með minniháttar meiðsl eftir að hafa fallið af vespu og þá bárust tvær tilkynningar um rafskútuslys. Í bæði skiptin reyndust meiðsl minniháttar en viðkomandi voru engu að síður fluttir á Landspítala til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×